© 2006 Rasmus ehf |
Hornaföll sin, cos og tan. |
Skoðum rétthyrndan þríhyrning
Hornið A er 30 gráður. Það má skrifa
|
a táknar mótlæga hlið hornsins A
b táknar mótlæga hlið hornsins B
c táknar mótlæga hlið hornsins C
Þríhyrningar með jafnstór horn eru einslaga
Í þessum þríhyrningum er hlutfallið milli tveggja hliða annars þríhyrningsins jafn hlutfallinu milli samsvarandi hliða í hinum. |
Til dæmis höfum við að
Hve stórt þetta hlutfall er ræðst af stærð hornanna.
Tangens
Tangens (tan) af hvössu horni í rétthyrndum þríhyrningi er hlutfallið milli mótlægrar og aðlægrar skammhliðar. |
Fyrst
|
Til að finna hornið verður að nota andhverfu tangensfallsins tan-1 sem þú hefur á vasareikni.
Leiðbeiningar með nýlegum vélum:
shift - tan-1 0,75 =37º
Finna á vasareikni fram og til baka:
Hornið → hlutfallið hlutfallið → hornið
Tan 37º = 0,75 0,75 = Tan 37º
Tan 37º = 4/b Tan 37º · b = 4 0,7· b = 4 b=5 |
Sínus
Ef <A er hvasst horn í rétthyrndum þríhyrningi þá er Sínus af A hlutfallið milli mótlægrar skammhliðar og langhliðarinnar. |
Sin A = 3/5 = 0,6 gerir 37º Shift sin-1 0,6 = 37º |
Sin 37º = a/5 a = Sin 37º · 5 a = 3 |
Kósínus
Ef A er hvasst horn í rétthyrndum þríhyrningi þá er Kósínus af A hlutfallið milli aðlægrar skammhliðar og langhliðar. |
Cos A = 4/5 = 0,8 gerir 37º Shift cos-1 0,8 = 37º |
Cos 37º = b/5 b = Cos 37º · 5 b = 4 |
Nokkur gildi fyrir sin, cos og tan.
Sin 80º = 0,98 |
Cos 80º = 0,17 |
Tan 80º = 5,67 |
Sin 60º = 0,87 |
Cos 60º = 0,5 |
Tan 60º = 1,73 |
Sin 30º = 0,5 |
Cos 30º = 0,87 |
Tan 30º = 0,58 |
Sin 10º = 0,17 |
Cos 10º = 0,98 |
Tan 10º = 0,18 |
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 1. í hornaföllum (sin, cos og tan).