© 2006  Rasmus ehf  og Jóhann Ísak Pétursson

Þáttun liðastærða

Kynning 4    Þáttun með ágiskun


Skoðum enn hvernig tveir svigar eru margfaldaðir saman.

Allir liðir í þeim fyrri margfaldast með öllum liðum í þeim seinni.

Með bókstöfum verður þetta svona:

Þáttun felst í því að reikna margföldunina til baka.

Þú þarft að finna heilu tölurnar p og q sem passa í svigana þannig að summa þeirra verði 8 margfeldi þeirra 12.

Skoðum þær tölur sem koma til greina án tillits til formerkja. Köllum minni töluna p og þá stærri q.

Skoðum hvaða tölur koma til greina.

p∙q

p+q

1∙12 = 12

1+12 = 13

 2∙6 = 12

 2+6 = 8

 3∙4 = 12

  3+4 = 7

Það er greinilegt að p = 2 og q = 6 er rétti möguleikinn.  

Svarið er:    


Sýnidæmi 1

Þáttum x2 − 7x + 12

Í þessu dæmi eru p og q neikvæðar tölur. Það má lesa úr formerkjum.  Summa p og q er neikvæð en margfeldið jákvætt, en margfeldi tveggja neikvæðra talna er einmitt jákvætt og summan neikvæð.

Ef margfeldið er plús þá sama formerki á báðum liðunum

Þær tölur sem koma til greina eru í töflunni hér fyrir neðan:

p∙q

p+q

 (−1)∙(−12) = 12

−1−12 = −13

   (−2)∙(−6) = 12

  −2−6 = −8

   (−3)∙(−4) = 12

  −3−4 = −7

Möguleikinn p = −3 og q = −4 passar.

Lausnin er eftirfarandi

Sýnidæmi 2


Þáttum x2 + 4x − 12

Í þessu dæmi hljóta p og q að hafa sitt hvort formerkið vegna þess að formerki margfeldisins er neikvætt.  Hins vegar er summa þeirra jákvæð þannig að það er q (stærri talan) sem er jákvæð en p neikvætt.

Ef margfeldið er mínus þá eru mismunandi formerki ( + og - )

Þær tölur sem koma til greina eru í töflunni hér fyrir neðan:

p∙q

p+q

 (−1)∙(12) = −12

−1+12 = 11

  (−2)∙(6) = −12

  −2+6 = 4

  (−3)∙(4) = −12

  −3+4 = 1

Möguleikinn p = −2 og q = +6 passar.

Lausnin er eftirfarandi


Sýnidæmi 3

Þáttum x2 − x − 12

Hér eru formerkin aftur mismunandi og q (stærri talan) hlýtur að vera neikvæð vegna þess að summa p og q er neikvæð.

Ef margfeldið er mínus þá eru mismunandi formerki ( + og - )

Þær tölur sem koma til greina eru í töflunni hér fyrir neðan:

p∙q

p+q

 1∙(−12) = −12

1−12 = −11

   2∙(−6) = −12

  2−6 = −4

3∙(−4) = −12

 3−4 = −1

Rétti möguleikinn er hér p = 3 og q = −4

Lausnin er eftirfarandi


Taktu nú próf númer 4 í Þáttun liðastærða, ef þú færð 80% eða meira skaltu snúa þér að næsta verkefni.