© 2008 Rasmus ehf og Jóhann Ísak |
Föll 2 |
![]() |
Kynning 6
Andhverf föll
Við höfum nú þegar kynnst nokkrum föllum sem eru andhverfur hvors annarrs. Þannig eru föllin f(x) = x2 og g(x) = √x andhverf föll. Þessi föll upphefja hvort annað ef við vinnum aðeins með jákvæðar tölur. Skoðum eftirfarandi:
f(x) = x2 og g(x) =
f(2) = 22 = 4 og g(4) = √4 = 2
f(g(a)) = = a
g(f(a)) = = a
Ef við reiknum út gildi fyrir tiltekna tölu og setjum útkomuna inn í andhverfuna fáum við út sömu töluna aftur. Þetta gildir hvort sem f(x) eða g(x) er notað á undan. Varpmengi f(x) verður formengi g(x) og síðan verður varpmengi g(x) formengi f(x).
Taktu eftir því að við verðum að takmarka Ff við jákvæðar tölur. Það er vegna þess að fall hefur aðeins andhverfu ef það er gagntækt sem hefur í för með sér að það verður annað hvort að vera stöðugt vaxandi eða stöðugt minnkandi í formengi sínu. Þannig er fallið f(x) = x2 stöðugt vaxandi ef formengið er aðeins jákvæðar tölur. Og fallið hefur andhverfuna g(x) = √x sem aðeins gengur á jákvæðar tölur.
Við getum fundið andhverfur falla með aðferðum jöfnureiknings og algebru. Aðferðin er fólgin í því að setja upp jöfnuna y = f(x) og leysa hana m.t.t. x. Skoðum dæmi um það.
Sýnidæmi 1
Finnum andhverfur nokkurra falla.
a) f(x) = 2x + 4
y = 2x + 4
–2x = 4 – y
x = –2 + ½y Hér deilum við í gegn með –½.
Nú höfum við fengið fall með breytunni y en hér skiptir ekki máli hvað breytan
heitir við getum allt eins kallað hana x.
Við getum því sagt að g(x) = ½x – 2.
Við getum nú prófað þessa niðurstöðu með tölu
f(1) = 2·1 + 4 = 6 og g(6) = ½·6 – 2 = 3 – 2 = 1
eða með almennri breytu
f(a) = 2a + 4 = 6 og g(2a+4) = ½·(2a+4) – 2 = a + 2 – 2 = a
b) f(x) = sin 2x, Ff = [–p/4,p/4ñ
y = sin 2x
2x = sin–1 y
x = ½ sin–1 y
Andhverfan er fallið g(x) = ½ sin–1 x. Taktu eftir að á reiknivélum og í mörgum bókum er andhverfan táknuð með veldisvísinum –1 á heiti eða bókstafi fallsins. Þessu má ekki rugla saman við einn á móti fallinu eins og neikvætt veldi á algebrustæðum og tölum merkir. Við hefðum því eins getað skrifað andhverfu f(x) = sem f –1(x) = ½ sin–1 x.
Prófun.
f(p/12) = sin 2p/12 = ½
f –1(½) = ½·sin–1 ½ = ½·p/6 = p/12
c) f(x) = e2x
y = e2x
ln y = ln e2x = 2x
x = ½ ln y
Andhverfa f(x) er f –1(x) = ½ ln x.
d) f(x) = x2 – 1, Ff = R+
y = x2 – 1
x2 = y + 1
Andhverfan er
e)
![]() |
Hér hefjum við báðar hliðar í þriðja veldi og síðan í hálfta veldi. |
Andhverfan
er
Ef fallð f(x) er gagntækt þá hefur það andhverfuna f –1(x). Varpmengi f(x) verður formengi f –1(x). Andhverfuna má finna með því að leysa jöfnuna y = f(x) með tilliti til breytunnar x. |
Sýnidæmi 2
Hvernig þurfum við að takmarka formengi fallsins f(x) = sin x til þess að það geti haft andhverfu?
Þetta getum við séð bæði með því að skoða graf f(x) = sin x og afleiðuna f´(x) = cos x.
Gerum formerkjakönnun fyrir afleiðuna f´x) = cos x og notum einingarhringinn til viðmiðunar.
Við sjáum af einingarhringnum að cos x er jákvæður frá –p/2 (stefnan beint niður) upp í p/2 (stefnan beint upp) og neikvæð hinn hlutan af hringnum.
Skoðum einnig graf f(x) = sin x.
Grafið er greinilega vaxandi á bilinu frá –p/2
< x < p/2
og fallið f(x) = sin x getur haft andhverfu á því bili.
Við getum einnig valið eitthvað annað bil t.d. bilið
p/2
< x < 3p/2
en á því bili er fallið stöðugt minnkandi.
Sýnidæmi 3
Finnum á hvaða bili fallið f(x) = x2 – 4x + 3 er vaxandi, takmörkum formengið miðað við það og finnum síðan andhverfuna. Teiknum loks gröf f(x) og f–1(x) í sama hnitakerfi.
Finnum fyrst botnpunkt fleygbogans og nú notum við afleiðuna og finnum núllstöð hennar.
f(x) = x2 – 4x + 3
f´(x) = 2x – 4 = 0
2x = 4
x = 2
Botnpunkturinn er í x = 2 og fallið hlýtur að vera vaxandi þaðan. Við getum því valið formengið Ff = [2,®ñ.
Finnum nú andhverfuna með því að leysa jöfnuna y = x2 – 4x + 3 m.t.t. x.
y = x2 – 4x + 3 y – 3 = x2 – 4x y – 3 + 4 = x2 – 4x + 4 y + 1 = (x – 2)2 |
|
Þá er bara eftir að teikna gröfin. Byrjum á að reikna út nokkra punkta og setja í gildistöflu.
Við reiknum f(2) og sjáum að varpmengi f(x) verður frá y = –1 og upp. Þá sjáum viða að við þurfum að byrja að reikna út gildi fyrir f–1(–1) vegna þess að varpmengi f(x) verður formengi f–1(x).
Gröfin líta svona út.
Taktu eftir því að gröfin eru spegilmyndir hvors annarrs (eða samhverf) um línuna y = x (sem er helmingalína hornsins á milli ásanna). Gildistaflan sýnir einnig að hnitapör koma fyrir í öfugri röð. Þannig eru t.d. punktarnir (2, –1) og (3, 0) á grafi f(x) en (–1, 2) og (0, 3) á grafi f –1(x). Almennt gildir að punkturinn (a, b) á grafi falls hefur samsvarandi punkt (b, a) á grafi andhverfunnar og það gildir um alla punkta sem eru samhverfir um línuna y = x.
Gröf falls og andhverfu þess eru samhverf um línuna y = x |
Sýnidæmi 4
Skoðum fallið f(x) = ex og andhverfu þess g(x) = ln x.
Fallið f(x) = ex getur hvorki gefið neikvæða útkomu né
útkomuna 0 þannig að varpmengi þess eru allar tölur ofan við 0.
Formengi g(x) = ln x er því einnig allar tölur ofan við 0 (bilið
á0,
®ñ).
Varpmengi g(x) = ln x er hins vegar allar tölur enda verður það formengi f(x) =
ex.
Gröfin eru spegilmyndir hvors annarrs um línuna y = x eins og sést á grafinu hér fyrir neðan.
Sýnidæmi 5
Finnum á hvaða bili fallið
er vaxandi. Veljum
formengið út frá því og finnum andhverfuna.
Teiknum loks gröf fallsins og andhverfunnar í sama hnitakerfi.
Finnum fyrst afleiðuna og gerum formerkjakönnun.
Ljóst er að nefnarinn er jákvæður fyrir öll x þannig að teljarinn x ræður formerki afleiðunnar og fallið er því vaxandi fyrir jákvæð x.
Við veljum því formengið Ff = [0, ®ñ.
Næst finnum við andhverfuna.
y = 1 + (x2 + 1)½
y – 1 = (x2 + 1)½
(y – 1)2 = x2 + 1
x2 = (y – 1)2 – 1
= y2 – 2y + 1 – 1
= y2 – 2y
Andhverfan er
Gröf f(x), f –1(x) og línunnar y = x líta svona út.
Sýnidæmi 6
Finnum andhverfu fallsins
og skoðum graf þess
og
andhverfunnar í sama hnitakerfi.
Fallið hefur lóðfellu í x = 1 og láfellu í y = 2. Formengið getur því ekki innihaldið x = 1 og varpmengið ekki y = 2. Formengi andhverfunnar getur þá væntanlega ekki innihaldið x = 2.
Finnum afleiðuna og skoðum halla fallsins.
Nefnari þessa brots er alltaf jákvæður þannig að teljarinn ræður því að afleiðan er neikvæð fyrir öll x í formenginu. Fallið er því minnkandi í öllu formenginu (stöðugt á niðurleið) og hefur andhverfu.
Finnum nú andhverfuna.
![]()
Andhverfan er
|
Hér komum við breytunni x fyrst undan strikinu og færum það síðan á vinstri hlið. Þar er hægt að einangra það með því að færa allt annað yfir á hægri hlið.
|
Þetta fall hefur lóðfellu í x = 2 og lágfellu í y = 1. Þetta er þver öfugt við f(x) sem hafði lóðfellu í x = 1 og láfellu í y = 2 þannig að aðfellurnar speglast í línunni y = x líkt og gröfin. Við þurfum þess vegna ekki að hafa áhyggur af deilingu með núlli ef við gerum ráðstafanir í byrjum sem í þessu tilfelli fólst í því að taka x = 1 út úr formenginu.
Skoðum nú gröf fallanna.
Bæði aðfellurnar og gröfin eru samhverf um línuna y = x.
Æfðu þig á þessum aðferðum og
taktu síðan próf 6 í Föllum 2.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum