© 2007 Rasmus ehf og Jóhann Ísak |
Veldareglur og lograr. |
![]() |
Til eru margar gerðir af logrum og við getum í sjálfu sér búið til logra og notað hvaða jákvæða grunntölu sem er.
Almennur ritháttur lografalla með grunntöluna a er eftirfarandi:
f(x) = log a x
Logri með grunntöluna 10 eða lg x má því rita log10 x og náttúrulega logrann ln x sem log e x.
Logrinn log 2 x er veldisvísir sem setja þarf á tvo til þess að búa til útkomuna x.
Þannig er log 2 8 = 3 vegna þess að við þurfum að setja veldið 3 á grunntöluna 2 til þess að fá út 8 eða 23 = 8.
Fallið f(x) = log 2 x upphefur því fallið g(x) = 2x og g(x) = 2x upphefur f(x) = log 2 x líkt og kvaðratrót og annað veldi upphefja hvort annað. Föllin f(x) = log 2 x og g(x) = 2x eru andhverfur hvors annars.
Við skulum nú skoða lausn jöfnunnar 2x = 8.
Við vitum að lausnin er log 2 8 = 3 en við skulum leysa þetta með hefðbundnum aðferðum eða með því að taka logra af báðum hliðum og nota síðan veldaregluna ln a x = x ln a til þess að færa x-ið framfyrir.
ln 2x = ln 8
x ln 2 = ln 8
x = ln 8/ ln 2 = 3
Samkvæmt þessu er log 2 8 = ln 8/ ln 2 og við sjáum að hægt er að finna log 2 x fyrir hvaða jákvætt x sem er með því að deila ln x með ln 2.
Þetta gildir fyrir logra með hvaða jákvæðu grunntölu sem er. Það sjáum við af eftirfarandi:
Ef a = ex þá er x = ln a og ef y = ad þá er d = log a y.
þá er y = ad = (ex)d = edx og dx = ln y.
Ef við nú setjum d = log a y og x = ln a í staðin fyrir d og x í jöfnunni dx = ln y þá fáum við eftirfarandi reglu.
Þetta merkir að ef við margföldum alla liði í jöfnu með ln a þá breytum við öllum log a y í jöfnunni í ln y.
Síðan ef við deilum í gegn um regluna hér fyrir ofan með ln a fæst eftirfarandi regla:
Við getum sem sagt fundið log a y af hvaða jákvæðu y sem er og miðað við hvaða jákvæða grunntölu a sem er með því að deila ln y með ln a.
Við getum því skipt út log a y fyrir lny/ ln a í öllum okkar útreikningum. Það er mjög þægilegt vegna þess að fæstar reiknivélar hafa aðra logra en ln og lg.
Sambærilegar reglur gilda fyrir 10-logra eða lg:
Finnum log 210
a) Breytum log 210 í 10 logra.
log 210 = lg 10/ lg 2 = 1/ lg 2 ≈ 3,322
b) log 210 er x-ið í jöfnunni 2 x = 10 og við getum leyst hana með því að taka lg af báðum hliðum.
lg 2 x = lg 10
x lg 2 = 1
x = 1/ lg 2 ≈ 3,322
Finnum lg 2 með því að nota náttúrulegan logra.
Við breytum lg í ln með því að deila með ln 10.
lg 2 = ln 2/ ln 10 ≈ 0,693/2,303 ≈ 0,3
Leysum eftirfarandi jöfnu:
lg x + ln x = 2
ln 10∙lg x + ln 10∙ln x = 2∙ln 10 ln x + ln 10∙ln x = ln 102 ln x (1 + ln 10) = ln 100 |
Við margföldum alla liði í jöfnu með ln 10 til þess að breyta lg í ln. |
ln x = ln 100/(1 + ln 10) ≈ 1,3944 x ≈ e1,3944 ≈ 4 |
Leysum eftirfarandi jöfnu:
log 2 x + log 5 x = 10 ln x(ln 5 + ln 2) = 10 ln 2 ln 5 ln x ln 10 = 10 ln 2 ln 5 ln x = 10 ln 2 ln 5/ ln 10 ≈ 4,845 x ≈ e4,845 ≈ 127 |
Við byrjum á því að skipta út log 2 og log 5 og setjum inn ln x deilt með ln af grunntölunni í staðinn. Síðan eyðum við brotunum með því að margfalda alla liði í jöfnu með ln 2 og ln 5. |
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf
4 í veldi og logrum.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum