© 2007  Rasmus ehf    og Jóhann Ísak Pétursson

Rætur og veldi

Kynning 2  Rætur og veldi


Við skulum nú líta á tengsl velda og róta.

Við vitum að 2∙2 = 22= 4

þannig að Ö4 = 2.

Einnig er 2∙2∙2 = 23 = 8

þannig að   3Ö8 = 2.

Þrír eru hér svokallaður rótarvísir

 Taktu eftir því að við ferningsrót er hefð fyrir því að skrifa ekki rótarvísi, en þar ætti raunar að standa 2 vegna þess að ferningsrót er önnur rót.

Skoðum eftirfarandi ( a er jákvæð tala ) :

   

            o.s.frv.

Veldi og rætur upphefja hvort annað líkt og margföldun upphefur deilingu. Jafnan (a2)x = a hefur aðeins lausnina ½ þannig að ferningsrót hlýtur að vera sama og veldið hálfur.

Ferningsrótin er sama og veldið hálfur

Þriðjarótin er sama og veldið einn þriðji

Þetta gildir einnig fyrir þriðju rótina


Sýnidæmi 1

Einföldum eftirfarandi stæður þannig að þær verði a í einhverju einu veldi:

a)

Við byrjum á því leggja saman alla veldisvísa undir fernings-rótinni og marg-földum síðan með hálfum.

b)

Þegar við þurfum að leysa jöfnu af gerðinni

hefjum við báðar hliðar í veldið b/a.


Sýnidæmi 2

Leysum eftirfarandi jöfnur:

a)




Með því að hefja báðar hliðar jöfnunnar í veldið 4/3 þá verður x í fyrsta veldi eitt vinstra megin.

b)


Hér hefjum við báðar hliðarí 

veldið

 

Það virðist einfalt að eyða rótum og brotnum veldum úr jöfnum með því að hefja báðar hliðar í gagnstætt veldi. En við getum ekki alltaf gert það hugsunarlaust.
Jafntöluveldi (2, 4, 6, o.s.frv.) eyða neikvæðum stærðum úr jöfnunni þannig að við getum fengið röng svör. Í slíkum tilvikum þurfum við að prófa svörin.


Sýnidæmi 3

Skoðum eftirfarandi jöfnu:

Þetta gefur okkur lausnirnar x = 1 og x = −2. Við skulum prófa þær.

Lausnin x = 1 er í lagi.

Lausnin x = −2 gengur ekki. Við höfum eytt mínus á hægri hlið jöfnunnar með því að hefja hana í annað veldi.

Við getum einnig fengið tvær gildar lausnir á svona jöfnum. Skoðum það.


Sýnidæmi 4

Lítum á eftirfarandi jöfnu:

Þetta gefur lausnirnar x = 1 og x = 2. Prófum þær.

Báðar lausnirnar eru gildar.


Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 2 í rótum.

ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum