© 2007 Rasmus ehf og Jóhann Ísak |
Regla Pýþagórasar |
![]() |
Kynning 2
Þegar við nýtum okkur Pýþagórasarreglu leiðir það oft til jafna af fyrsta og öðru stigi. Skoðum nokkur dæmi.
Sýnidæmi 1
Mastur er stagað með vír sem er einum metra lengra en mastrið sjálft. Stagið er fest 5 m aftan við mastrið. Hve hátt er mastrið?
Við byrjum á því að teikna þetta upp til þess að átta okkur á dæminu. Við köllum hæð mastursins x og lengd vírsins x + 1. Síðan gerum við ráð fyrir að mastrið standi því sem næst beint þannig að við getum notað Pýþagórasarreglu.
52 + x2 = (x + 1)2
25 + x2 = x2 + 2x + 1
25 − 1 = 2x
x = 24/2 = 12 m
Sýnidæmi 2
Þríhyrningur hefur hornin 45°, 45° og 90° og langhlið sem er 10 cm. Notum Pýðagórasarreglu til þess að finna skammhliðarnar.
Við byrjum á því að teikna mynd.
Notum Pýþagórasarreglu á þennan þríhyrning.
x2 + x2 = 102
2x2 = 100
x2 = 50
x ≈ 7
Sýnidæmi 3
Kringlótt linsa úr stjörnukíki er 34 cm í þvermál. Linsan hefur kúpt yfirborð og er þykktin mest 1 cm í miðjunni. Kúpta yfirborðið er hluti hringferils. Notum Pýþagórasarreglu til þess að finna radíus þess hrings.
Við byrjum á því að teikna mynd sem útskýrir dæmið.
Nú getum við sett upp regluna.
172 + (R − 1)2 = R2
289 + R2 − 2R + 1 = R2
−2R = −289 − 1
R = 290/2 = 145 cm
Sýnidæmi 4Finnum hvaða rétthyrndur þríhyrningur hefur skammhlið sem er tveimur cm lengri en hin skammhliðin og tveimur cm styttri en langhliðin.
Teiknum fyrst mynd.
Nú beitum við Pýþagórasarreglu.
(x − 2)2 + x2 = (x + 2)2
x2 − 4x + 4 + x2 = x2 + 4x + 4
x2 − 8x = 0
x(x − 8) = 0
Hér fáum við tvær lausnir, x = 0 og x = 8.
Lausnin x = 0 kemur ekki til greina þannig að rétta lausnin er að skammhliðin sem um ræðir er 8 cm. Hin skamhliðin er 6 cm og langhliðin er 10 cm.
Sýnidæmi 5
Finnum fjarlægðina á milli punktanna A = (−3, −3) og B = (5, 3) í hnitakerfi. Notum einingar hnitakerfisins (lengd rúðu) sem mælieiningu.
Teiknum þetta fyrst upp.
Hefð er fyrir því að nota tölugildismerki til að tákna lengd eða fjarlægð. Við skulum því tákna fjarlægðina á milli A og B með |AB|. Við sjáum að við getum reiknað |AB| með því að draga línu á milli punktanna og hugsa okkur hana sem langhlið í rétthyrndum þríhyrningi. Lengdir skammhliðanna getum við talið út eða reiknað með því að finna mismun x-hnitanna annars vegar og hins vegar y-hnitanna.
5 − (−3) = 8
3 − (−3) = 6
Nú getum við notað Pýþagórasarreglu til þess að finna langhliðina .
Við getum nú sett upp almenna formúlu til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja punkta í hnitakerfi í samræmi við sýnidæmið hér fyrir ofan.
Köllum punktana A = (x1, y1) og B = (x2, y2).
Mismunur hnitanna verður þá x2 − x1 og y2 − y1.
Með Pýþagórasarreglu verður fjarlægðarformúlan eftirfarandi:
Sýnidæmi 6
Við skulum nú finna hvaða punktar (x, y) eru jafn langt frá punktunum A = (1, 7) og B = (5, 3).
Þá getum við sett upp eftirfarandi jöfnu:
Fjarlægðin frá (1, 7) = fjarlægðin frá (5, 3).
Hér fáum við jöfnu línu. Við skulum skoða þetta á grafi.
Línan er mitt á milli A og B og inniheldur þá punkta sem eru jafn langt frá A og B. Slík lína kallast miðnormall eða miðþverill á línustrikið AB. Línan sker miðpunkt AB undir 90° horni.
Við getum einnig fundið miðþveril með því að finna miðpunkt
línunnar AB fyrst og finna síðan línu sem sker þann punkt og er hornrétt
á línu í gegnum A og B.
En hvernig finnum við þá miðpunkt AB?
Ef við hugsum okkur rétthyrndan þríhyrning með langhliðina AB og tökum tillit til rimareglunnar. Þá sjáum við að við þurfum að bæta við x-hnit A helmingnum af mismuni x-hnita A og B (sjá myndina hér fyrir ofan).
Ef við reiknum með bókstöfum verður þetta svona:
Þetta er ekkert annað en meðaltal x-hnitanna. Sams konar útreikninga getum við síðan gert til að finna y-hnitið. Niðurstaðan er að við getum fundið miðpunkt línustriksins AB með því að finna meðaltal x- og y-hnita A og B.
Reglan verður eftirfarandi:
Sýnidæmi 7
Finnum nú miðþverilinn í sýnidæminu hér fyrir ofan með því að nota hallatölu og miðpunkt.
Hallatalan á milli A og B er eftirfarandi:
k = (y2 − y1)/ (x2 − x1) = (3 − 7)/(5 − 1) = −4/4 = −1
Hornrétt hallatala er k = 1.
M = ((5 + 1)/2, (3 + 7)/2) = (3, 5)
Nú notum við punkthallajöfnuna y = k(x − x1) + y1 til þess að finna jöfnu þverilsins.
y = 1(x − 3) + 5
y = x − 3 + 5
y = x + 2
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf
2 í reglu Pýþagórasar.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum