© 2007 Rasmus ehf og Jóhann Ísak |
Hornareglur |
![]() |
Kynning 2
Samlagningarreglur, frádráttarreglur og reglur fyrir tvöfalt horn
Reglur fyrir hornaföll tveggja samanlagðra horna og mismun tveggja horna eru talsvert gagnlegar. Við skulum nú búa okkur til slíkar reglur.
Þríhyrningurinn OPQ á myndinni er með hornpunktana P og Q á einingarhring en O er miðja hnitakerfisins. Hornið á milli x-ássins og OQ köllum við u og hornið á milli OP og x-ássins köllum við v. Hornið POQ er því u − v. Punkturinn Q hefur hnitin (cos u, sin u) og punkturinn P hnitin (cos v, sin v). Fjarlægðina á milli P og Q köllum við |PQ| og við skulum nú reikna þessa fjarlægð með fjarlægðarformúlunni.
|PQ|2
= (cos u − cos v)2 + (sin u − sin v)2
= cos2u − 2 cos u cos v + cos2v + sin2u − 2 sin u sin v + sin2v = 1 − 2 cos u cos v− 2 sin u sin v + 1 = 2 − 2 cos u cos v − 2 sin u sin v |
Við
margföldum (fjarlægð)2 = (x2−x1)2 + (y2−y1)2
|
Við skulum einnig reikna þetta með kósínusreglunni.
|PQ|2 = 12 + 12 − 2∙1∙1∙cos (u − v)
= 2 − 2∙cos (u − v)
Nú getum við sett þetta tvennt saman.
2 − 2∙cos (u − v) = 2 − 2 cos u cos v − 2 sin u sin v
− 2∙cos (u − v) = − 2 cos u cos v − 2 sin u sin v
Ef við nú deilum í gegn með −2 fáum við eftirfarandi reglu:
cos (u − v) = cos u cos v + sin u sin v |
Ef við nú setum inn −v inn fyrir v fáum við eftirfarandi:
cos (u − (−v)) = cos u cos (−v) + sin u sin (−v)
Nú getum við lesið af einingarhringnum að cos (−v) = cos v og sin (−v) = − sin v. Ef við notum þetta til þess að umrita stæðuna hér fyrir ofan þá fáum við eftirfarandi reglu:
cos (u + v) = cos u cos v − sin u sin v |
Við margföldum upp úr svigunum og einföldum |
Á myndinni hér fyrir neðan eru tveir þríhyrningar. Annar myndar hornið v frá x-ásnum en hinn frá y-ásnum þannig að þeir eru einslaga.
Einslaga þríhyrningarnir gefa okkur eftirfarandi reglur:
cos v = sin (90° − v) og sin v = cos (90° − v)
Við skulum nú setja 90° í stað u og (u + v) í stað v í þessum reglum.
sin (u + v) = cos (90° − (u + v))
= cos ((90° − u) − v)
= cos (90° − u) cos v + sin (90° − u) sin v
= sin u cos v + cos u sin v
Með þessu höfum við fundið eftirfarandi reglu fyrir sin (u + v):
sin (u+v) = sin u cos v + cos u sin v |
Ef við nú setjum (−v) í stað v í þessari reglu fáum við eftirfarandi:
sin (u − v) = sin (u + (−v))
= sin u cos (−v) + cos u sin (−v) = sin u cos v − cos u sin v |
Við
notum regluna
cos(u−v) = cos u cos v−sin u sinv og síðan sin v = cos (90° − v) og cos v = sin (90° − v). |
Þar með höfum við fengið eftirfarandi reglu fyrir sin (u − v):
sin (u-v) = sin u cos v - cos u sin v |
Ef við yfirfærum reglurnar
fyrir sin (u + v) og cos (u + v) á
sin 2u = 2 sin u cos u
cos 2u = cos2 u − sin2 |
Seinni regluna getum við umritað á tvo vegu með reglunni cos2 u + sin2 u = 1.
Formin cos2 u = 1 − sin2 u
og
cos 2u = 2 cos2 u − 1
cos 2u = 1 − 2 sin2 u |
Sýnidæmi 1
Reiknum út nákvæm gildi á sin 15° og cos 15°.
Við höfum áður reiknað
út að cos 45° =
2/2, sin 45° =
2/2, cos 60° = ½ og sin 60°
=
3/2.
Samkvæmt reglunni um cos af mismuni horna gildir eftirfarandi:
cos 15° = cos (60° − 45°)
= cos 60° cos 45° + sin 60° sin 45°
= ½∙2/2 +
3/2∙
2/2
=
2/4 +
3∙
2/4
=
2∙(1 +
3)/4
Samkvæmt reglunni um sinus af mismuni horna gildir eftirfarandi:
sin 15° = sin (60° − 45°)
= sin 60° cos 45° − cos 60° sin 45°
=
3/2∙
2/2 − ½∙
2/2
=
3∙
2/4 −
2/4
=
2∙(
3 − 1)/4
Sýnidæmi 2
Einföldum stæðuna sin (270° − v).
Notum regluna sin (u − v) = sin u cos v − cos u sin v.
sin (270°
− v) = sin 270°
cos v − cos 270° sin v
= −1∙ cos v − 0∙ sin v = − cos v |
sin 270° = −1 cos 270° = 0 |
Sýnidæmi 3
Finnum reglu fyrir cos 3x sem inniheldur aðeins sin x og cos x.
Við notum regluna cos (u + v) = cos u cos v − sin u sin v og setjum 2x inn fyrir u og x inn fyrir v.
cos (2x + x) = cos 2x cos x − sin 2x sin x | cos 2x = cos2x − sin2x sin 2x = 2 sin x cos x |
= (cos2 x − sin2 x)∙cos x − (2 sin x cos x)∙sin x
= cos3 x − sin2 x cos x − 2 sin2 x cos x
= cos3 x − 3 sin2 x cos x
Sýnidæmi 4
Leysum jöfnuna sin 2x + 2 sin x = 0 á bilinu 0
x <
2p.
sin
2x + 2 sin x = 0
2 sin x cos x + 2 sin x = 0 2 sin x (cos x + 1) = 0 |
Við notum regluna
|
Jafnan hefur lausnir þar sem sin x = 0 og cos x = − 1.
sin x = 0
x = 0 eða
(0°
eða 180°)
cos x = −1
x =
(180°)
Lausnirnar eru 0 og
.
Sýnidæmi 5
Leysum jöfnuna 7 cos2 x + 5 sin2 x + 6 sin 2x = 0
Við byrjum á því að nota regluna sin 2x = 2 sin x cos x.
7 cos2 x + 5 sin2 x + 12 sin x cos x = 0
Oft er gott að deila í
gegn með kósínus í réttu veldi þegar leysa á jöfnur með blöndu af sin
og cos.
Með því má oft fá leysanlega tan-jöfnu.
Þetta er annars stigs jafna með a = 5, b = 12 og c = 7.
tan x = −1 gefur x = −/4 + k∙
(−45° + k∙180°)
tan x = −7/5 gefur hins vegar ekkert heilt
margfeldi af
en
x ≈
−0,95 + k∙ (54,5° + k∙180°)
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf
2 í hornareglum.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum