© 2007  Rasmus ehf    og Jóhann Ísak

Vigrar. 

Kynning 1

Summa vigra, mismunur vigra og margföldun meğ tölu

 


 

Margar stærğir eru háğar stefnu en ekki stağ, sérstaklega mælistærğir af ımsum toga. Færsla er t.d. slík stærğ. Ef færğir eru tveir sams konar hlutir 5 m til norğurs á tveimur mismunandi stöğum şá getum viğ litiğ á şağ sem sömu færslu ef ağstæğur eru şær sömu (t.d.á sléttu gólfi).

Í stærğfræğinni er venja ağ tákna stefnubundnar stærğir meğ örvum sem kallağar eru vigrar. Lengdir og stefnur örvanna eru şá hafğar lısandi fyrir stærğina. Í stærğfræğibók mætti şannig tákna 5 m færslu til norğurs meğ 5 cm ör lóğrétt upp eftir blağsíğunni og 2 m færslu til austurs meğ 2 cm langri láréttri ör til hægri (sbr. vigrana  og  á myndinni).

Vigur er stefnubundin stærğ táknuğ meğ ör.
Lengd örvarinnar táknar stærğina og örin vísar 
í stefnuna.  

Í rituğu máli eru vigrar jafnan táknağir meğ litlum bókstöfum meğ striki yfir eğa meğ upphafs- og endapunktum meğ ör yfir (t.d.  ef A er upphafspunktur og B endapunktur).

Örvar sem allar benda í sömu átt (eru samsíğa) og eru jafn langar tákna allar sama vigurinn. Vigrar eru óháğir stağsetningu og ber ağ líta á şá sem gildandi í allri talnasléttunni (rétthyrnda hnitakerfinu).

Á myndinni mér fyrir neğan höfum viğ örvarnar AE, FK og DH sem allar eru jafn langar og meğ sömu stefnu. Allar şessar örvar tákna sama vigurinn eğa vigurinn . Til viğbótar getum viğ sagt ağ ímynduğu örvarnar BF, CG, EJ, GL og NM sıni allar vigurinn .

Á myndinni sjáum viğ ağ örin LG er samsíğa örinni FK en meğ gagnstæğa stefnu. Viğ getum şví litiğ svo á ağ örin LG sıni vigurinn −.

Viğ skulum nú skoğa fleiri möguleika.

Ef örin AE sınir vigurinn  şá hlıtur tvöfalt lengri ör eins og örin BK ağ sına vigurinn 2. Á sama hátt getum viğ sagt ağ ef örin BD sınir vigurinn  şá hlıtur örin GH ağ sına ½∙ enda er hún ağeins helmingur af BD. Niğurstağan af şessum vangaveltum er eftirfarandi:

Á myndinni hér fyrir neğan höfum viğ tengt saman tvær örvar sem báğar sına vigurinn .

Şağ er rökrétt ağ álykta ağ  +  jafngildi 2. Şağ er einnig rökrétt ağ álykta ağ ef viğ tengjum saman tvær örvar sem sına  şá fáum viğ 2. Şağ kemur şví ekki á óvart ağ samlagning vigra er fólgin í şví ağ tengja şá saman.

 

Á myndinni hér fyrir ofan sınir örin AE vigurinn  og örin KM sınir vigurinn . Örin BK er samsíğa AE en helmingi lengri. Meğ şví ağ tengja saman BK (2) og KM () höfum viğ fengiğ vigurinn 2 +  sem örin BM sınir.

 


 

Sınidæmi 1

Á myndinni hér fyrir neğan sınir örin AE vigurinn , örin AC sınir vigurinn  og AM sınir vigurinn .

Viğ skulum nú tjá vigurinn  meğ  og . Şağ getum viğ gert meğ şví ağ tvöfalda  (meğ şví ağ bæta örinni EJ viğ AE) og bæta síğan 1½  viğ. Skoğum şetta á mynd.

Niğurstağan er  = 2  + 1½ .

Şessi ağgerğ hefur veriğ kölluğ ağ skipta vigrinum  upp í liği samsíğa vigrunum  og . Liğirnir eru şá 2 og 1½ .


Sınidæmi 2

Notum sömu vigra og sama punktakerfiğ og í sınidæmi 1 til şess ağ finna ör sem sınir vigurinn  .

Viğ skulum byrja á ağ stağhæfa ağ   sé sami vigur og      + (− ). Til şess ağ fá betra pláss getum viğ byrjağ á şví ağ teikna vigurinn  út frá punktinum G şannig ağ örin GL sıni hann. Síğan getum viğ bætt viğ ör sem er jafn löng vigrinum  en er meğ stefnu til vinstri í stağ hægri. Niğurstağan verğur vigurinn .

Viğ sjáum af myndinni hér fyrir ofan ağ mismunur  og  getur einnig veriğ vigurinn  (sem er sami vigur og ). Viğ höfum şví tvær ağferğir til şess ağ finna mismun vigra.

 

Mismun vigranna  og  má finna meğ şví ağ snúa vigrinum  viğ og tengja hann viğ endann á .

Einnig má teikna  og  út frá sama punktinum. Şá er   vigur frá endapunkti  ağ endapunkti .

Şar sem stærğ vigurs er tjáğ meğ lengd örvar meğ tiltekna stefnu verğum viğ ağ oft ağ grípa til hornafræğinnar, t.d. til şess ağ finna stefnu samanlagğra vigra eğa lengd vigurs. Hefğ er fyrir şví ağ tjá lengd vigurs meğ tölugildismerki.

Lengd vigursins  er táknuğ meğ

Sınidæmi 3

Í byggingariğnaği er mikilvægt ağ geta reiknağ út samspil allra krafta sem verka á einstaka hluta bygginga. Hugsum okkur ağ eftirfarandi kraftar verki á tiltekinn hlut. Finnum hvağa áhrif şeir hafa í sameiningu.

Finnum summu vigranna meğ şví ağ tengja şá saman.

Samtengingin endar einni rúğu fyrir neğan upphafspunkt fyrsta vigursins í samtengingunni. Í sameiningu toga kraftarnir şví beint niğur meğ krafti sem samsvarar einni rúğu á myndinni.


Sınidæmi 4

Notum sömu vigra og í sınidæmi 3 og finnum    + .

Viğ snúum vigrunum
* og  og tengjum síğan 
alla vigrana saman.

 

Niğurstağan er rauği vigurinn á myndinni sem nær frá upphafspunki samtengingarinnar ağ endapunkti hennar. Taktu eftir şví ağ viğ höfum fært til vigurinn  til şess ağ nıta betur rúğukerfiğ enda skiptir stağsetning vigra ekki máli. Og viğ hefğum heldur ekki şurft rúğukerfi eğa hnitakerfi til şess ağ teikna şetta. Rúğukerfiğ í dæmunum hér fyrir ofan er ağeins til hægğarauka og ásarnir hafa ekki şığingu en viğ munum nota hnitakerfiğ í kynningu 2.


Sınidæmi 5

Skip stefnir til norğurs meğ 24 sjómílna hrağa á klukkustund (24 hnúta hrağa) miğağ viğ Hafflötinn. Şvert á stefnu skipsins beljar sterkur hafstraumur meğ 7 sjómílna hrağa á klst. til austurs eğa til hægri miğağ viğ stefnu skipsins. Reiknum raunverulega stefnu skipsins og raunverulegan hrağa şess miğağ viğ hafsbotninn.

Teiknum şetta upp sem tvo vigra og leggjum şá saman. Şağ sem viğ şurfum ağ finna er | | og horniğ A.

 

| | getum viğ fundiğ meğ reglu Pışagórasar.

   | |2 = 242 + 72

              = 576 + 49 = 625

    | | =

              = 25 sjómílur/klst.

Horniğ A finnum viğ meğ reglunni

    tan A = mótlæg skammhliğ/ağlæg skammhliğ.

              = 7/24

           A = tan −1(7/24) ≈ 16°


Sınidæmi 6

Ferjumağur ætlar ağ sigla yfir 100 m breitt fljót. Hann getur siglt á hrağanum 3 m/s og straumurinn í fljótinu er 1 m/s.

a)   Reiknum hve langan tíma şağ tekur manninn ağ sigla yfir fljótiğ ef hann fer şvert á strauminn.

      Hér skiptir straumurinn ekki máli vegna şess ağ mağurinn gerir ekkert til şess ağ vinna gegn honum. Viğ reiknum ağeins meğ siglingarhrağanum hornrétt á bakkann.

         100 m/3 m/s = 33⅓ s

b)   Reiknum hrağa bátsins ef ferjumağurinn siglir şvert á strauminn.

      Nú skulum viğ teikna şetta upp og leggja saman vigrana sem sına hrağa bátsins annars vegar og straumhrağann hins vegar.

Hér getum viğ notağ reglu Pışagórasar.

   x2 = 32 + 12 = 9 + 1 = 10

     x = ≈ 3,2 m/s

c)   Reiknum nú út hve langt undan straumi báturinn hrekst.

Í şríhyrningnum hér fyrir neğan sınir langhliğin şá leiğ sem báturinn fer og lengri skammhliğin sınir stystu leiğ yfir fljótiğ (100 m). Skammhliğin x er vegalengdin sem báturinn berst undan straumi.

Şríhyrningurinn hér fyrir ofan er einslaga şríhyrningnum sem hrağavigrarnir í b-liğ mynda.

   1/3 = x/100 Viğ margföldum í gegn meğ 100.

      x = 100/ 3 = 33⅓ m

Viğ sjáum nú ağ şetta var óşarflega flókin leiğ. Viğ vitum ağ ferğin tekur 33⅓ s og á şeirri leiğ hrekst hann undan sem nemur 1 m fyrir hverja sekúndu eğa samtals 33⅓ m. En ef dæmiğ er reiknağ eins og gert er hér fyrir ofan sınir şağ vel tengsl vigurreikninga og şríhyrninga.

d)   Reiknum nú undir hvağa horni miğağ viğ bakkann ferjumağurinn şarf ağ sigla ef hann ætlar ağ        beita bátnum upp í şannig ağ hann hrekist ekki undan straumnum og fari stystu leiğ yfir ána?

Ferjumağurinn şarf ağ beita upp í strauminn til mótvægis móti şví sem bátinn hrekur undan, eğa sem nemur einum metra fyrir hverja şrjá sem hann siglir. Viğ höfum şví eftirfarandi şríhyrning og şurfum ağ reikna horniğ y°.

         y° = sin−1(1/3) ≈ 19,5°

e)   Reiknum nú hrağa bátsins şegar honum er beitt upp í strauminn şannig ağ hann sigli beint yfir fljótiğ.

Nú siglir báturinn dálítiğ á ská (19,5°) upp í strauminn. Miğağ viğ kyrrt vatn er hraği hans 3 m/s. Hraği straumsins er sem fyrr 1 m/s. Teiknum upp şessa stöğu.

Summu vigranna getum viğ enn sem fyrr reiknağ meğ reglu Pışagórasar.

   x2 + 12 = 32

           x2 = 9 − 1 = 8

            x = Ö82,8 m/s


Sınidæmi 7

Sleği er dreginn áfram şannig ağ togağ er í tvo spotta sem bundnir eru í eina lykkju framan á miğjum sleğanum. Á milli spottanna er 60° horn og togağ er meğ 100 N krafti í hvorn spotta fyrir sig. Finnum hve mikill samanlagğur kraftur nıtist til şess ağ knıja sleğann beint áfram. Teiknum fyrst mynd.

Nú verğum viğ ağ leggja saman báğa vigrana meğ şví ağ tengja şá saman og nota síğan şríhyrningareikninga.

Vigurinn x sem viğ leitum ağ skiptir 60° horninu í tvennt şannig ağ viğ fáum jafnarma şríhyrning meğ tveimur 30° hornum og síğan einu gleiğu 120° horni. Nú getum viğ reiknağ út x meğ sínusreglunni.

 


Æfğu şig á şessum ağferğum og taktu síğan próf 1 í vigrum.

ps. mundu eftir ağ fylla út í tékklistann şinn jafnóğum