© 2008 Rasmus ehf og Jóhann Ísak |
Vigrar |
![]() |
Kynning 5
Vigrar og línur
Sýnidæmi 1
Finnum vigur á línunni y = 3x + 2 og annan vigur sem er
hornréttur á hana.
Byrjum á því að finna tvo punkta á línunni.
Veljum x = 0 og reiknum y. Þá verður y = 3·0 + 2 = 2.
(0, 2) er á línunni.
Veljum x = 1 og reiknum y. Þá verður y = 3·1 + 2 = 5.
(1, 5) er á línunni.
Finnum þá vigurinn á milli punktanna. Við
getum kallað hann ![]() Snúum þessum vigur 90º en þá fáum við
vigur sem er hornréttur á línuna og kallast þvervigur og er táknaður
með Skoðum þetta á myndinni hér til hliðar. |
![]() |
Við getum umritað jöfnu línunnar
y = 3x + 2 í dæminu hér fyrir ofan yfir á formið 3x – y + 2 = 0 með því
að færa y yfir jafnaðarmerkið. Þetta form kallast almennt form og við hnjótum
um það að stuðlarnir 3 og –1 við x og y eru þeir sömu og hnit þvervigursins
.
Við skulum nú athuga hvort þetta gildir almennt.
Gefum okkur línuna ax + by + c = 0.
Finnum tvo punkta á línunni með því að setja fyrst x = 0 og reikna y og síðan y = 0 og reikna x.
a·0 + by + c = 0
y = –c/b ef x = 0
ax + b·0 + c = 0
x = –c/a ef y = 0
Punktarnir (0, –c/b) og (–c/a, 0) eru á línunni.
Stefnuvigur línunnar verður
þá og þvervigurinn
.
Það er dálítið óþægilegt að hafa hnitin í brotum þannig að við skulum margfalda þá báða með ab/c. Með þessu erum við að breyta lengd vigranna en þeir verða eigi að síður stefnuvigur og þvervigur línunnar.
og
Ef við viljum finna stefnuvigur og þvervigur línu þurfum við ekki að gera annað en umrita jöfnu línunnar yfir á almennt form og þá getum við lesið af hnit þvervigurs og stefnuvigurs línunnar.
Almennt form línu er ax + by + c = 0. Þvervigur hennar er
Stefnuvigur hennar er
|
Í framhaldi af þessu sjáum við fyrir að við getum fundið horn á milli lína með innfeldi stefnuvigra þeirra. Við getum einnig fundið þetta horn með innfeldi þvervigra þeirra sem er sama hornið.
Sýnidæmi 2
Finnum hornið vº á milli línunnar l1 sem hefur jöfnuna y = 3x + 2 og línunnar l2 sem hefur jöfnuna y = x + 4 (sjá mynd).
Almennt form línanna verður 3x – y + 2 = 0 og x – y + 2 = 0.
Þvervigrar
línanna er
og
Reiknum lengdir þvervigranna.
Nú getum við notað innfeldi til þess að reikna hornið á milli þvervigranna sem er hornið vº og sama horn og minna hornið á milli línanna.
vº ≈ 26,6º
Hvaða vigrar með upphaf í punktinum (1, 2) skyldu vera
hornréttir á vigurinn
Ef við köllum endapunkt slíks
vigurs (x, y) þá getum við sagt að það eru allir vigrar með hnitin
Nú er innfeldi hornréttra vigra 0 þannig að við getum sett upp eftirfarandi jöfnu:
3(x – 1) + (–1)(y – 2) = 0
3x – 3 – y + 2 = 0
3x – y – 1 = 0
Þetta er almennt form línu
sem sker punktinn (1, 2) og hefur þvervigurinn
?
Hér er komin aðferð til þess að finna jöfnu línu út frá einum punkti og þvervigri hennar.
Ef punkturinn (x1,
y1) er á línu sem hefur þvervigurinn
Þá er almenn jafna línunnar eftirfarandi
a(x - x1) + b(x - y1) = 0 |
Sýnidæmi 3
Finnum jöfnur tveggja lína l1 og l2 sem skerast í punktinum (3, 3). l1 er samsíða línunni 3x –y + 2 = 0 en l2 er hornrétt á hana.
Þvervigur l1
er sami þvervigur og línan 3x –y + 2 = 0 hefur, eða
. Við getum því
sett beint inn í jöfnuna.
a(x – x1) + b(x – y1) = 0
3(x – 3) + (–1)(y – 3) = 0
3x – 9 – y + 3 = 0
3x – y – 6 = 0 (jafna l1)
Þvervigur l2 er stefnuvigur línunnar 3x –y + 2 = 0 eða . Við getum því sett
aftur beint inn í jöfnuna.
a(x – x1) + b(x – y1) = 0
1(x – 3) + 3(y – 3) = 0
x – 3 + 3y – 9 = 0
x + 3y – 12 = 0 (jafna l2)
Skoðum þetta loks á mynd.
Sýnidæmi 4
Finnum fjarlægðina á milli samsíða línanna 3x – y + 2 = 0 og 3x – y – 6 = 0 (sjá mynd).
Við skulum velja punktinn (1, 5) á línunni 3x – y + 2 = 0 og finna í hvaða fjarlægð hann er frá línunni 3x – y – 6 = 0. Þá finnum við í leiðinni fjarlægðina á milli línanna.
Við sjáum af myndinni að
þvervigurinn
er lengri en fjarlægðin á milli línanna. Við skulum því finna tugabrotið
t sem við getum margfaldað með
þannig að hann verði nákvæmlega jafn langur og bilið er á milli línanna
og endapunkturinn (x, y) verði á henni. Við getum þá sett upp eftirfarandi
jöfnu:
Þetta gefur okkur tvær jöfnur sem við getum leyst m.t.t. x og y.
3t = x – 1 og –t = y – 5
x = 3t + 1 y = –t + 5
Við skulum nú setja þessar lausnir á x og y inn í jöfnu línunnar.
3x – y – 6 = 0
3(3t + 1) – (–t + 5) – 6 = 0
9t + 3 + t – 5 – 6 = 0
10t = 8
t = 0,8
Í sýnidæmi 2 reiknuðum við lengd vigursins
og fengum út
.
Fjarlægðin á milli línanna
er þá t·
eða 0,8·
.
Við skulum nú reikna sýnidæmið hér fyrir ofan með bókstöfum einum saman og búa þannig til formúlu til þess að reikna út fjarlægðina á milli punkts og línu.
Línan hefur almennu jöfnuna ax + by + c = 0 og
punkturinn sem við veljum hefur hnitin (x1,
y1). Við getum
þá sett upp eftirfarandi jöfnu:
Þetta gefur okkur tvær lausnir sem við getum m.t.t x og y.
ta = x – x1 og tb = y – y1
x = ta + x1 y = tb + y1
Setjum þetta inn í jöfnu línunnar og leysum fyrir t.
ax + by + c = 0
a(ta + x1) + b(tb + y1) + c = 0
ta2 + ax1 + tb2 + by1 + c = 0
ta2 + tb2 = –ax1 – by1 – c
t(a2 + b2) = –ax1 – by1 – c
Nú er ||2
= a2 + b2 þannig
að við getum skrifað þetta svona:
t·||2
= –ax1 – by1
– c
Ef við nú deilum í gegn með ||2
fáum við t og síðan
margföldum við lengd þvervigurinn
með
þessu t. En við verðum að muna að formerki t skiptir ekki máli þannig að
við notum tölugildi.
t = |–ax1
– by1 – c| /||2
Ef við nú margföldum ||
með þessu fáum við eftirfarandi formúlu:
Fjarlægð punktsins (x1, y1) frá línunni ax + by + c = 0 er
|
Sýnidæmi 5
Við skulum nú spegla punktinn (–3, 5) um línuna 3x – y – 6 = 0.
Áætlunin verður á þessa
leið. Finnum hornréttan vigur á línuna 3x – y – 6 = 0 sem hefur
upphafspunktinn (–3, 5) og endapunktinn P = (x, y) á línunni. Þessi vigur
verður þvervigurinn t
(sjá mynd). Spegilmyndina S finnum við svo með því að bæta vigrinum t
við staðvigur P.
Við þurfum þá að byrja á því að finna töluna t. Við getum sett upp eftirfarandi jöfnur:
Þetta gefur okkur tvær jöfnur sem við getum leyst m.t.t. x og y.
3t = x + 3 og –t = y – 5
x = 3t – 3 y = –t + 5
Þetta getum við sett inn í jöfnu línunnar og fundið t.
3x – y – 6 = 0
3(3t – 3) – (–t + 5) – 6 = 0
9t – 9 + t – 5 – 6 = 0
10t = 20
t = 2
Við fáum þá vigurinn
og
nú getum við feiknað hnit P.
Ef við bætum nú 2
við
þennan vigur þá fáum við út staðvigur S.
Hnit spegilmyndarinnar er þá S = (9, 1).
Sýnidæmi 6
Við skulum nú finna jöfnur
línanna l1 og l2
sem skerast í punktinum (3, 4) og eru samsíða vigrunum
og
.
Síðan skulum við finna jöfnu helmingalínu hornsins á milli þeirra.
Þvervigrar línanna l1
og l2 eru
og
Jafna l1 verður þá
1(x – 3) – 3(y – 4) = 0
x – 3 – 3y + 12 = 0
x – 3y + 9 = 0
og Jafna l2 verður
3(x – 3) – 1(y – 4) = 0
3x – 9 – y + 4 = 0
3x – y – 5 = 0.
Á helmingalínunni eru allir þeir punktar (x, y) sem eru í sömu fjarlægð frá báðum línunum l1 og l2. Við getum því fundið jöfnu hennar með því að setja upp fjarlægðarjöfnuna fyrir fjarlægð (x, y) frá sitt hvorri línunni. Fjarlægðin á að vera jöfn og þá getum við sett jafnaðarmerki á milli.
![]() –x + 3y – 9 = ±(–3x + y + 5) |
|
Þetta gefur okkur tvær jöfnur.
–x + 3x + 3y – y – 9 – 5 = 0 eða –x – 3x + 3y + y – 9 + 5 = 0
2x + 2y – 14 = 0 –4x + 4y – 4 = 0
x + y – 7 = 0 x – y + 1 = 0
Ástæðan fyrir þessari tvöföldu lausn er að hornin á milli l1 og l2 eru í raun tvö, en við skulum skoða þetta á mynd.
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf
5 í Vigrum.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum