© 2008 Rasmus ehf og Jóhann Ísak Pétursson |
Heildun |
|
Hlutheildun
Hugsum okkur tvö samfelld föll af breytunni x, föllin u(x) og v(x) sem hafa afleiðurnar u´(x) og v´(x). Til hægðarauka skulum við kalla föllin einfaldlega u og v og afleiðurnar u´og v´.
Reglan um afleiðu margfeldis tveggja falla gefur eftirfarandi:
(u∙v)´ = u´∙v + u∙v´
Heildum nú þessa jöfnu (sleppum breytunni x til einföldunar).

Við skulum nú snúa þessari jöfnu, en þá kemur út eftirfarandi regla:
|
|
Þessa umritun má oft nota með góðum árangri þegar heilda þarf tvö föll sem eru margfölduð saman. Á það einkum við þegar afleiðan v´(x) er einfaldari (t.d. fasti) en stofnfall þess v(x).
Notum nú þessa aðferð til þess að finna nokkur heildi.
![]()
Nú skulum við kalla föllin sömu nöfnum og í reglunni.
Við setjum v = x vegna þess að afleiðan v´ verður þá fasti.
v = x og v´ = 1
u = ex og u´= ex
Nú getum við raðað inn í regluna og heildað.
![]()
v
∙ u´ u ∙ v v´ ∙ u
= x∙ex – ex + C
![]()
Nú
veljum við að kalla það fall v sem hefur einfaldari afleiðu.
v = 2x + 1 og þá er v´= 2
u´ = cos x og þá er u = sin x
Notum nú regluna.
![]()
= (2x + 1) sin x + 2 cos x + C
![]()
Við veljum
v = x2 og þá er v´ = 2x
u´ = cos x og þá er u = sin x
Notum regluna.
![]()
Nú þurfum við að nota regluna aftur.
Við veljum
v = 2x og þá er v´ = 2
u´ = sin x og þá er u = −cos x

= x2 sin x + 2x cos x − 2 sin x + C
![]()
Nú er ekkert val um v og u´.
v = ex = v´
u´ = ex = u
![]()
Í fljótu bragði virðumst við engu nær en einmitt nú getum við snúið dæminu
okkur í hag.
Það gerum við með því að fær heildið á hægri hlið jöfnunnar yfir á
vinstri hlið.
Niðurstaðan verður eftirfarandi:
![]()
Loks deilum við í gegn með 2.
= ½ ex
∙ ex + C
Þetta er sjálfsögð niðurstaða vegna þess að ex ∙ ex = e2x sem
hefur stofnfallið ½ e2x + C eins og fram hefur komið.
![]()
Sem fyrr veljum við v og u´.
v = sin x og þá er v´ = cos x
u´ = ex og þá er einnig u = ex
![]()
Við erum nú engu nær en reynum þó að nota regluna aftur:
v = cos x og þá er v´ = −sin x
u´ = ex og þá er u = ex

Nú erum við komin í hring. Við erum aftur komin með ex sin x.
Reynum nú að færa yfir jafnaðarmerkið líkt og í dæminu hér fyrir ofan.
![]()
Nú þurfum við bara að deila í gegn með 2.
![]()
= ½ ex (sin x – cos) x + C
![]()
Hér er ekkert margfaldað saman þannig að ekki er ljóst hvernig við getum notað regluna. En við getum margfaldað með 1. Það skemmir ekkert.
![]()
Hér er ljóst að við verðum að velja u´ = 1 (það er ekkert gagn í
því að fá inn v = 1 og v´ = 0).
v = ln x og þá er v´ = 1/x
u´ = 1 og þá er u = x

Í framhaldi af sýnidæmi 6 getum við sett fram eftirfarandi reglu:
|
|
![]()
Oftast reynist best að velja v = ln x. v´verður þá 1/x sem oft má stytta út.
v = ln x og þá er v´= 1/x
u´ = 18x2 og þá er u = 18x3/3 = 6x3

= 6x3∙ln x – 2x3 + C
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf
6 í Heildi.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum