© 2008  Rasmus ehf    og Jóhann Ísak Pétursson

Runur og raðir

Kynning 2

Kvótarunur


Jafnhlutfallarunur eða kvótarunur nefnast talnarunur þar sem sama hlutfallið helst á milli liða. Þessu má lýsa með eftirfarandi formúlu:

T.d. er hlutfallið k hálfur í eftirfarandi runu.

   100, 50, 25, 12½, 6¼, 3⅛, . . . .  

(Athugaðu að punktarnir standa fyrir o.s.frv.)

Við getum sett þetta upp svona:

a1 = 100

a2 = 100∙½ = 50

a3 = 100∙(½)2 = 25

a4 = 100∙(½)3 = 12½

a5 = 100∙(½)4 = 6¼

          

an = 100∙(½)n-1

Almennt gildir eftirfarandi regla:

an = a1∙kn-1


 

Sýnidæmi 1

Fyrstu tveir liðir kvótarunu eru 8 og 6. Finnum fjóra fyrstu liðina.

Finnum fyrst kvótann k.

  

Nú getum við reiknað liðina.

a1 = 8

a2 = 8∙¾ = 6

a3 = 8∙(¾)2 = 4½

   a4 = 8∙(¾)3 = 3⅜


Sýnidæmi 2

Í kvótarunu er þriðji liðurinn 2 og fjórði liðurinn 4. Finnum fyrstu sex liðina.

Byrjum á því að finna kvótann k.

   k = 4/2 = 2

Setjum nú t.d. fjórða liðinn og k inn í regluna og finnum a1.

   a4 = a1∙k3

    4 = a1∙23 = a1∙8

  a1 = 4/8 = ½

Nú getum við notað regluna beint til þess að reikna framhaldið.

   a2 = ½∙2 = 1

   a3 = ½∙22 = 2

   a4 = ½∙23 = 4

   a5 = ½∙24 = 8

   a6 = ½∙25 = 16


Sýnidæmi 3

Í kvótarunu er a3 = 128 og a6 = 2. Finnum sex fyrstu liðina.

Hér hefur a3 = 128 verið margfaldað þrisvar með k og þannig hefur fengist liðurinn a6 = 2.

   128∙k3 = 2

          k3 = 2/128 = 1/64

            = ¼

Nú getum við notað regluna til þess að finna fyrsta liðinn a1.

      a3 = a1∙k2

   128 = a1∙(¼)2

      a1 = 128/(¼)2 = 128∙16 = 2048

Notum loks regluna beint til þess að reikna liðina sem vantar.

   a2 = 2048∙¼ = 512

   a3 = 2048∙(¼)2 = 128

   a4 = 2048∙(¼)3 = 32

   a5 = 2048∙(¼)4 = 8

   a6 = 2048∙(¼)5 = 2


Sýnidæmi 4

Í kvótarunu er a3 = 250 og a5 = 62½. Finnum kvótann k og fjóra fyrstu liðina.

Við sjáum að 250 hefur verið margfaldað tvisvar (5 – 3 = 2) með k og útkoman er 62½.

  250∙k2 = 62½

         k2 = 62½/250 = ¼

          k = ½

Hér fáum við kvóta sem getur bæði verið neikvæð og jákvæð tala. Fyrstu liðina fáum við með því að deila með k.

  a2 = 250/(½) = 500

Hér getum við ekki verið viss um formerkið en ef liðurinn er neikvæður þá er það vegna þess að k = −½ og næsta deiling gefur örugglega jákvæðan lið.

  a1 = 500/½ = 1000

Fyrstu liðir rununnar líta þá svona út en við getum ekkert sagt til um formerki annars hvers liðar.

  a1 = 1000

  a2 = 500

  a3 = 250

  a4 = 125


Snúum okkur nú að fleiri kvótarunum sem fylgja reglunni an = a1∙kn−1.

Skoðum dæmi.

a1 = 12

a2 = 3

a3 = 0,75

a4 = 0,1875

a5 = 0,046875

Við finnum k = 3/12 = ¼ og við sjáum að liðirnir minnka hratt. Á grafi lítur þetta svona.

Við sjáum að liðirnir nálgast  hratt núll þegar n hækkar sem kemur fram í því að punktarnir setjast á n-ásinn.
Þetta líkist einna helst láréttum aðfellum. Runur með þessa eiginleika kallast  samleitnar runur.

Runan hér fyrir ofan er samleitin og ástæðan fyrir því að er sú að k er brot þannig að margföldun með k veldur minnkun.

Runur eru samleitnar ef −1 < k < 1

Prósentubreytingar fylgja kvótarunum. Aukning um 10% samsvar breytingu frá 100 upp í 110 þannig að kvótinn í runu
prósentuhækkana þar sem hækkunin er 10% verður  k = 110/100 = 1,1. Að sama skapi samsvarar minnkun um 10%
að 100 lækkar niður í 90 þannig að kvótinn í runu prósentuminnkunar verður  k = 90/100 = 0,9.

Nú getur prósentuhækkun farið yfir 100% og þá er ekki einfalt að sjá út hver kvótinn k verður. Skoðum eftirfarandi:

      1% hækkun, k = 1,01

      5% hækkun, k = 1,05

    10% hækkun, k = 1,10

    25% hækkun, k = 1,25

    90% hækkun, k = 1,90

  100% hækkun, k = 2,00

  200% hækkun, k = 3,00

Almennt gildir:

p% hækkun, k = (1 + p/100)

Samskonar regla gildir fyrir prósentulækkun:

p% lækkun, k = (1 − p/100)

 


Sýnidæmi 5

Siggi keypti bíl fyrir 3.000.000 kr. Hann fékk alla upphæðina að láni afborgunarlaust í fimm ár á 10% ársvöxtum. Verðmæti bílsins rýrnar um 20% á ári.
Hve mikið kostar það Sigga að eiga bílinn í fimm ár ef aðeins er tekið tillit til verðrýrnunar og vaxta?

Lýtum fyrst á vextina.

    Upphaflegt lán, a0 = 3.000.000 kr.

          Eftir 1. árið, a1 = 3.000.000∙1,10 = 3.300.000 kr.
          Eftir 2. árið, a2 = 3.300.000∙1,10 = 3.630.000 kr.
          Eftir 3. árið, a3 = 3.630.000∙1,10 = 3.993.000 kr.
          Eftir 4. árið, a4 = 3.993.000∙1,10 = 4.392.300 kr.
          Eftir 5. árið, a5 = 4.392.300∙1,10 = 4.831.530 kr.

  Samtals greitt í vexti:

       4.831.530 – 3.000.000 = 1.831.530 kr.

Verðrýrnun:

  Upphaflegt verð, a0 = 3.000.000 kr.

          Eftir 1. árið, a1 = 3.000.000∙0,80 = 2.400.000 kr.
          Eftir 2. árið, a2 = 2.400.000∙0,80 = 1.920.000 kr.
          Eftir 3. árið, a3 = 1.920.000∙0,80 = 1.536.000 kr.
          Eftir 4. árið, a4 = 1.536.000∙0,80 = 1.228.800 kr.
          Eftir 5. árið, a5 = 1.228.800∙0,80 = 983.040 kr.

  Samtals verðrýrnun:

        3.000.000 – 983.040 = 2.016.960 kr.

 Kostnaður samtals:

        1.831.530 + 2.016.960 = 3.848.490 kr.


Við sjáum af sýnidæminu hér fyrir ofan að reglan  an = a1∙kn−1  gildir þegar reiknaðir eru vaxtavextir,
en þá verður að gera ráð fyrir að  a1 tákni upphæðina með vöxtum eftir fyrsta árið.
Ef við hins vegar göngum út frá upphaflegum höfuðstól (a0) þá verður reglan eftirfarandi:

an = a0∙kn

Þessi regla gildir einnig fyrir prósentuminnkun, en þá er k < 1.


Sýnidæmi 6

Sigga leggur 10.000 kr. inn í banka sem borgar 8% ársvexti. Hve há verður upphæðin eftir 10 ár?

Við notum regluna a10 = a0∙k10 þar sem a0 = 10.000 og k = 1,08

 a10 = 10.000∙1,0810 = 21.589 kr.


Sýnidæmi 7

Sigga sér að annar banki býður 10% vexti. Hve lengi er upphæð sem lögð er inn á þann reikning að tvöfaldast?

Leggjum inn eina krónu og finnum út hvenær hún er orðin að tveimur krónum.

   2 = 1∙1,10n

Hér þurfum við að grípa til logra.

   ln 2 = ln 1,1n

      ln 2 = n∙ln 1,1

Samkvæmt reglunni ln an = n∙ln

       n = ln 2/ln 1,1 ≈ 7,3 ár.


Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 2 í Runum og röðum.

ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum