© 2008  Rasmus ehf    og Jóhann Ísak Pétursson

Runur og raðir

Kynning 4

Kvótaraðir


Þegar kvótarunur eru lagðar saman þá koma fram kvótaraðir (eða jafnhlutfallaraðir). Við getum fundið einfalda reglu til þess að finna summu þeirra á eftirfarandi hátt.

Sn = a1 + a1∙k + a1∙k2 + a1∙k3 + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ + a1∙kn−2 + a1∙kn−1

Margföldum nú rununa með k (hækkum veldið á k um 1).

Sn∙k = a1∙k + a1∙k2 + a1∙k3 + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ + a1∙kn−1 + a1∙kn

Drögum nú upphaflegu röðina frá.

Við sjáum að flestir liðirnir falla út, jákvæðir á móti neikvæðum. Það sem eftir stendur er eftirfarandi jafna sem við leysum m.t.t. Sn:

   Sn ∙ k – Sn = a1 ∙ kn – a1

   Sn ∙ (k – 1) = a1 ∙ (kn – 1)

Ef við nú deilum í gegn með (k – 1) þá fáum við eftirfarandi reglu:


Sýnidæmi 1 

Finnum summu 10 fyrstu liðanna í rununni 

   1 + 2 + 4 + 8 + 16 + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙

Hér er n = 10, k = 2 og a1 = 1. Meira þurfum við ekki að vita.

   

          = 1024 −1 =1023

Flest runudæmi er auðvelt að leysa í töflureikni, en svona setjum við þetta upp í EXCEL.                   

1) 2) 3) 4)

1)  Við byrjum á því að rita fyrsta liðinn í reit A1. Í A2 ritum við svo formúluna  =A1*2 sem setur í reitinn tvöfalt það sem er í reitnum fyrir ofan.

2)  Formúluna í A2 afritum við niður í reit A10. Þá birtist röðin tilbúin í reitum A1 til A10.

3)  Nú leggjum við saman með formúlunni =SUM(A1:A10) eða með því að slá á ∑ á tækjastikunni.

4)  Niðurstaðan er samhljóða fyrri útkomu.


Sýnidæmi 2

Reiknum summu raðarinnar 1 + 3 + 9 + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ ∙177147.

Nú vitum við ekki fjölda liða þannig að við verðum að byrja á því að reikna hann út.

                an = a1∙kn−1

       177147 = 1∙3n−1

   ln 177147 = ln 3n−1

   ln 177147 = (n – 1) ln 3

   ln 177147/ln 3 = n – 1

   n = 1 + ln 177147/ln 3 = 12

Nú getum við notað formúluna.

   

          = 265.720

 

Sýnidæmi 3

Finnum summu sjö fyrstu liða raðar þar sem a3 = 810.000 og a6 = 590.490.

Við byrjum á því að finna k.

Við sjáum að k3 hlýtur að vera hlutfallið a6/a3.

   k3 = 590.490/810.000 = 0,729

      = 0,9

Nú þurfum við að finna fyrsta liðinn a1. Það getum við t.d. gert með því að deila a3 með k2.

   a1 = 810.000/0,92 = 1.000.000

Nú vitum við það sem til þarf til þess að nota formúluna.

   

         = 5.217.031

Við sjáum í dæminu hér fyrir ofan að liðirnir eru minnkandi eftir því sem n fer hækkandi. Það er vegna þess að kvótinn k er brot á milli -1 og 1 og við munum að kvótarunur af þessu tagi kallast samleitnar. Raðir af þessu tagi bera samsvarandi nafn og kallast samleitnar raðir.

Kvótaraðir eru samleitnar ef −1 < k < 1.

Við skulum nú hugsa okkur hlaupara sem er að leggja af stað í 100 m hlaup. Til að byrja með hleypur hann helminginn af vegalengdinni eða 50 m. Þessu næst hleypur hann helminginn af því sem eftir er eða 25 m og síðan 12,5 m o.s.frv. Þannig má skipta vegalengdinni sem eftir er niður í óteljandi stöðugt minni og minni helminga. Ef við höldum óendanlega lengi áfram þá hljótum við að komast í mark. Með öðrum orðum þá hafa óendanlegar samleitnar kvótaraðir endanlega summu eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir.

   100 = 50 + 25 + 12,5 + 6,25 + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ ∙

Við skulum nú finna reglu sem gerir okkur kleift að reikna summur óendanlegra samleitinna kvótraða.

Skoðum fyrst hvað verður um kn þegar n stefnir á óendanlegt. Ljóst er að ef k er brot (|k| < 1) þá stefnir kn á 0 og brot sem hafin eru í stöðugt hærra veldi fara lækkandi.

Við skulum nú athuga hvernig þetta kemur út í summuformúlunni

Við notum nú S í stað Sn vegna þess að nú er summan endanleg og n er óendanlegt.

Ef við nú margföldum fyrir ofan og neðan með −1 og lögum jöfnuna til þá verður hún eftirfarandi:

 

Sýnidæmi 4

Finnum summu raðarinnar

   1 + ½ + ¼ + ⅛ + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ ∙

Við sjáum að þetta er samleitin kvótaröð með k = ½ og notum okkar nýfengnu reglu.

   

 

Sýnidæmi 5

Finnum summu raðarinnar

   1 − ½ + ¼ − ⅛ + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ ∙

Í röðinni skiptast á + og – og liðirnir lækka um helming í hverju skrefi þannig að k hlýtur að vera −½.

   

 

Sýnidæmi 6

Finnum hvaða gildi k þarf að taka þannig að summa óendanlegu raðarinnar 1 + k + k2 + k3 + ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ ∙ verði 10.

Ljóst er að röðin verður að vera samleitin og þá gildir eftirfarandi jafna.

Jöfnuna leysum við auðveldlega með því að margfalda í gegn með (1 – k).

     1 = 10(1 – k) = 10 – 10k

  10k = 10 – 1 = 9

      k = 9/10 = 0,9


Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 4 í Runum og röðum.

ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum