© 2004  Rasmus ehf

Gráður og horn kynning 2.

Einslæg horn

Horn eru einslæg ef annað hefur oddpunkt á l og hitt á m og bæði með hægti eða vinstri arm á skurðlínunni n

Dæmi: <a og <e eru einslæg, bæði með hægri arm á n

Dæmi: <g og <b eru einslæg, bæði með vinstri arm á n


Reglur um  einslæg horn

Ef einslæg horn eru jafnstór þá eru línur l og m samsíða og ef línurnar l og m eru samsíða þá eru einslægu hornin jafn stór.


Miðhorn

Horn með oddpunkt í miðju hringsins og armanna OA og OB sem radía nefnist miðhorn.

Gráðutala hornsins er sú sama og armarnir spanna.

Hornið <AOB er 120 gráður og þá er boginn AB líka 120 gráður.


Ferilhorn

Ferilhorn hefur oddpunkt á hringferlinum og armarnir AB og AC eru strengir í hringnum.

Gráðutala hornsins er helmingi minni en boginn BC.


Horn innan hringferils

Gráðutal hornsins <O er meðaltal boganna AB og CD.

Gráðutal hornsins <O er

<O = 40 gráður.


Horn utan hringferils

Gráðutal hornsins <O er jafnt hálfum mismun boganna AD og BC.

<O = 30 gráður.

Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 2. í hornafræði.

ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.