© 2010 Rasmus ehf |
Þáttun liðastærða Kynning 1 |
Nauðsynlegt er að kunna verkefni 4. Einföldun liðastærða all ítarlega til að geta þáttað.
Skoðum fyrirbærið þættir talna.
Dæmi talan 10 = 2 · 5 eða 5 · 2 við segjum þá að talan 10 hafi margföldunarþættina 5 og 2. Allar heilar tölur eiga sér margföldunarþætti, tvo eða fleiri nema þær tölur sem nefndar eru Prímtölur dæmi: (2,3,5,7,11,13,17,19,23.......osfrv.) Sjá nánar þátt um Prímtölur (Frumtölur)
Skoðum margfeldi með bókstöfum og tölum: 3·(x + 2) = 3x + 6
Útkoman 3x + 6 er í tveimur liðum, því + og - skipta liðum.
Liðurinn 3x er samsettur úr tveimur þáttum: 3·x þáttunum 3 og x.
Liðurinn 6 er samsettur úr tveimur þáttum: 3·2 þáttunum 3 og 2.
Við sjáum að talan 3 á heima í báðum liðum sem þáttur í þeim, stæðuna 3x + 6 er því hægt að þátta oft kallað að taka út fyrir sviga og niðurstaðn verður 3x + 6 = 3(x + 2)
Tökum stærsta sameiginlega þáttinn út fyrir sviga.
Dæmi: |
Þættir: |
2x + 4 = 2(x + 2) | 2x = 2·x og 4 = 2·2 |
xy - x2 = x(y - x) | xy = x·y og x2 = x·x |
abc + 2ab = ab(c + 2) | abc = a·b·c og 2ab = 2·ab |
Kíktu nú á próf 1. í þáttun.