© 2010 Rasmus ehf |
Almenn brot + og - Kynning 1 |
![]() |
1. Samnefnd brot.
2. Ósamnefnd brot þarf að lengja og laga til þannig að sami nefnari verði í brotunum.
Við margföldum teljara og nefnara með tölu, við lengjum brot.
Alltaf er hægt að fá samnefnara
með því
að margfalda saman þá nefnara sem eru fyrir í
dæminu, þó svo að það verði ekki minnsti
samnefnarinn.
Þú sérð að samnefnarinn fæst með því að margfalda nefnarana saman og samnefnarinn verður 6.
Að
lokum leggjum við saman teljarana og útkoman fæst.
3. Blandaðar tölur eru bæði heilar tölur og brot, best er að byrja á heilu tölunum og vinna svo með brotin. Oft þarf að laga brotin til og leita að samnefnara.
Við lengjum brotin og fáum eins nefnara
Minnsti samnefnarinn verður minnsta talan sem 5 og 3 ganga upp í
eða talan 15
Að lokum drögum við saman heilar tölur og teljarana
og kynnum svarið
4. Stundum þarf að taka til láns í heilli tölu.
Aðferð 1.
Stundum þarf að breyta hluta af heilli tölu
í brot, ( taka til láns).
Við leggjum saman eða drögum frá teljara.
Alltaf þarf samt að gæta að nefnaranum
Þú veist að 1 = 4/4 (og að 4 = 3+1)
Aðferð 2.
Önnur leið ef þú vilt losna við að taka til láns er að breyta blönduðu tölunni í brot.
5. Blönduð tala og brot.
|
Þegar þú breytir blandaðri tölu í brot. Þá margfaldar þú heilu töluna með nefnaranum og bætir síðan teljaranum við, þá færð þú töluna 11 sem hér verður hinn nýi teljari. Þegar teljarinn verður stærri en nefnarinn kallast það óeiginlegt brot því brotið gildir þá tölvert meira en einn heill. |
6. Skila á svörunum fullstyttum samkvæmt ítrustu kröfum.
Venjan er að fullstytta svörin
12 : 6 = 2 og 6 : 6 = 1
Ef stærra brotið er hægra megin við (-) merkið þá kemur - í svarið.
Reyndu nú við Próf 1 úr
almennum brotum. Ef það gengur illa æfðu þig
þá vel á þessum aðferðum, því
næstu verkefni blanda algebru inní spekina um almenn brot,
þá þarf aðferðafræðin að vera
í fullkomnu lagi.