© 2004 Rasmus ehf |
Prósentureikningur |
![]() |
100% öll myndin lituð.
75%
þá 3/4 af myndinni í lit.
50% þá helmingur af myndinni í lit.
1% þá 1/100 af myndinni í lit.
Til að reikna út til dæmis hvað 9% af 800 krónum er mikið leitar maður að því hvað 1% yrði mikið. Þá skiptum við heildinni í 100 staði eða deilum með 100.
Dæmi: 800 kr. /100 = 8 kr. sem jafngildir þá 1% af 800 kr.
Ef 1% er 8 kr. þá er 9% 9 sinnum meira eða 8 kr. sinnum 9 = 72 kr.
Taktu nú próf 1 í prósentum.