© 2010 Rasmus ehf |
Prósentureikningur Kynning 3 |
![]() |
Að finna hlutann þegar þú veist bæði prósentuna og heildina.
Dæmi 1:
Finndu 24% af 6200. Þetta er þægilegt að leysa með prósentujöfnunni.
% · heild = hluti
0,24 · 6200 = 1488
Passaðu bara að skrfia % sem tugabrot
Önnur góð leið er að byrja á að finna 1% af heildinni. Tökum 6200 og skiptum í 100 jafn stóra hluta.
Hér hefur þú fundið að 62 er 1%.
62 · 24 = 1488
Sama niðurstaða.
Taktu nú próf 3 í prósentum.