© 2000 - 2010 Rasmus
ehf |
Prósentureikningur |
 |
Próf 4
Leiðbeiningar til notenda.
Skynsamlegt væri að prenta prófið út á pappír og reikna það í rólegheitum.
Lestu hverja spurningu vandlega, síðan skalt þú athuga þau svör sem sett eru fram og
merkja við það svarið sem þú telur vera líklegast. Ath. Aðeins má merkja við
eitt svar við hverja spurningu. Þegar allt er tilbúið sestu þá við tölvuna og
merktu við réttu svörin.
Reiknaðu þessi dæmi og
merktu við rétt svar.
1. 12% af tölu er 840. Hver er talan
2. Hve há er upphæð ef 15% hennar eru 1950 kr. ?
3. 9% af peningaupphæð
er 3330 kr. Hve há er peningaupphæðin?
4. San Antonio
vann New York 4-1 í úrslitum NBA deildarinnar. Í einum leik
skoraði Duncan 30 stig eða 24% stiga liðsins. Hvað skoraði
liðið mörg stig?
5. Verslun
veitti 5% staðgreiðsluafslátt. Nonni fékk 260 kr. í
afslátt. Hvað keypti hann fyrir mikið?
6. Sigrún
eyðir 12400 kr í skemmtanir á mánuði eða 8% af laununum sínum.
Hvað er Sigrún með í laun?
7. Launahækkun
Elsu var 7200 kr eða 4%. Hve há laun var hún með fyrir hækkun?
8. Hvað fékk
Elsa eftir hækkun?
9. Palli reiknaði 12 dæmi
rétt á prófi eða 60% og fékk 6 í einkunn. Hvað voru mörg dæmi
á prófinu?
10. Ákveðið var að byggja 15
fermetra sólstofu við íbúðarhús. Sólstofan tók 1,2% af
lóðinni. Hve margir fermetrar er lóðin ?