© 2000 - 2010 Rasmus
ehf |
Prósentureikningur |
 |
Próf
5
Leiðbeiningar til notenda.
Skynsamlegt væri að prenta prófið út á pappír og reikna það í rólegheitum.
Lestu hverja spurningu vandlega, síðan skalt þú athuga þau svör sem sett eru fram og
merkja við það svarið sem þú telur vera líklegast. Ath. Aðeins má merkja við
eitt svar við hverja spurningu. Þegar allt er tilbúið sestu þá við tölvuna og
merktu við réttu svörin.
1. Mánaðarlaun
Stínu eru 127500 og hækka um næstu mánaðamót í 131250. Um
þarnæstu mánaðamót hækka launin svo um 3,5%. Hver er
launahækkun Stínu í prósentum ?
2. Verð vöru út úr búð
með 35% álagningu er 24840. Hver er álagningin?
3. Verð á
sjónvarpi hækkaði úr 28500 í 34000. Hve mörg prósent var
hækkunin?
4. Hjól
kostaði 38400 kr. með virðisaukaskatti. Reiknaðu
virðisaukaskattinn sem er 24,5%?
5. Vara sem
kostaði 8000 kr. hækkaði um 20%. Nokkru seinna var útsala og
verðið lækkaði um 20%. Hvert var útsöluverðið?
6. Vörutegund
sem kostaði 12000 kr. hækkaði um 12% og nokkru seinna um 5%. Hvert
verður endanlegt verð vörunnar?
7. Á útsölu var verð vöru
lækkað um 17% þannig að útsöluverð var 9628. Hvert var
upphaflegt verð?
Svara skal spurningum 8-10 miðað við þessa töflu.
Fiskverð
á Faxamarkaði 21.06.99 |
Fisktegund |
Magn (kg.) |
Heildarverð (kr.) |
Karfi |
78 |
1592 |
Skarkoli |
942 |
147894 |
Steinbítur |
217 |
16275 |
Ufsi |
1539 |
65592 |
Ýsa |
4482 |
658495 |
Þorskur |
11164 |
1557825 |
8. Hvað er
þorskurinn mörg % af heildarmagninu?
9. Hvað er
verðmæti þorsksins mörg % af heildarverðmætinu?