© 2000- 2010  Rasmus ehf

Prósentureikningur

Prenta út

   Prósentur og vextir próf 6


Leiðbeiningar til notenda.

Skynsamlegt væri að prenta prófið út á pappír og reikna það í rólegheitum. Lestu hverja spurningu vandlega, síðan skalt þú athuga þau svör sem sett eru fram og merkja við það svarið sem þú telur vera líklegast. Ath. Aðeins má merkja við eitt svar við hverja spurningu. Þegar allt er tilbúið sestu þá við tölvuna og merktu við réttu svörin.


1.     Reiknaðu vexti af 50000 kr í 9 mánuði, vaxtaprósentan er 9% p.a. 

Merktu hér Möguleg svör:
A  4500 kr
B  53375 kr
C  3375 kr
D  54500 kr


2.     Reiknaðu vexti af 250000 kr frá 5. april til og með 20. ágúst. Vaxtaprósentan er 15% 

Merktu hér Möguleg svör:
A  37500 kr
B  14062.5 kr
C  11979 kr
D  264062.5 kr

3.     Hve mörg prósent eru ársvextir ef 66000 kr gefa 7920 kr í vexti á 9 mánuðum ?

Merktu hér Möguleg svör:
A  14 %
B  19 %
C  12 %
D  16 %

4.     Pétur tók 500000 kr lán 10. okt. árið 2001 10. april árið 2002 átti hann að borga lánið upp með vöxtum alls 535000 kr. Hve mörg prósent voru ársvextirnir ef engin annar kostnaður lagðist ofaná lánið ? 

Merktu hér Möguleg svör:
A  14 %
B  7 %
C  12 %
D  35 %

5.     Finndu tímann sem 92000 kr þurfa að vera á 12% vöxtum p.a. til að vextir verði 5520 kr.

Merktu hér Möguleg svör:
A  180 dagar eða 6 mán
B  150 dagar eða 5 mán
C  120 dagar eða 4 mán
D  22 dagar

6.     Anna átti 50000 kr. inni á reikning á 8% vöxtum. Hún ætlaði að bíða með að taka út þar til upphæðin yrði 52800. Hve lengi þurfti hún að bíða ?

Merktu hér Möguleg svör:
A  8 mánunði
B  366 daga
C  252 daga
D  260 daga


7.     Hve hár er höfuðstóll ef vextir í 90 daga eru 6500 kr  miðað við 13% ársvöxtum.

Merktu hér Möguleg svör:
A  200000
B  150000
C  250000
D  845000

 

8.    Hans fékk lán í 9 mánuði á 13% vöxtum og borgaði allt lánið ásamt vöxtum að 9 mánuðum liðnum samtals 439000 kr. Hve háa upphæð fékk Hans lánaða ?

Merktu hér Möguleg svör:
A  350000 kr
B  380000 kr
C  400000 kr
D  410000 kr

9.    Hve hár verður 300000 kr höfuðstóll eftir 3 ár á 12% vöxtum.

Merktu hér Möguleg svör:
A  421478.4 kr
B  408000.0 kr
C  472055.8 kr
D  345678.9 kr

10.     Hefur 95000 kr upphæð náð að tvöfaldast á 6 árum á 15 % vöxtum og ef svo, hve hár verður þá höfuðstóllinn með vöxtum eftir 6 ár ?

Merktu hér Möguleg svör:
A  Nei  upphæðin verður 124740.8 kr
B  Ekki hægt að reikna þetta út
C  já upphæðin verður 190000 kr.
D  já upphæðin verður 219740 kr.

 

 

Hlutfall réttra svara =

Rétt svör: Þín svör: