© 2000 - 2010   Rasmus ehf

Flatarmál

Prenta út

 

Kynning 3

    Ýmsar flatarmyndir.

    Samsíðungur.

Ef þú kannt að finna flatarmál Rétthyrnings og þríhyrnings

Þá nýtir þú kunnáttu þína og eigið hugarflug til að finna flatarmál margs konar flatarmynda. Þríhyrningur, rétthyrningur ásamt hringnum er grunnform sem koma fyrir sum eða öll í flestum myndum. Myndirnar eru þá samsettar úr nokkrum af þessum grunnformum eða brotum þeirra.

    Samsíðungur er t.d. samsettur úr rétthyrning og tveimur þríhyrningum, með því að teikna inn aukalínur tekst oft að brjóta myndina upp í einhver af grunnformunum.

    Þú getur líka flutt hluta af myndinni til eins og hér er sýnt. Ef þér leiðist að reikna út þríhyrninga þegar þú vinnur með samsíðung þá má líta á samsíðung sem rétthyrning þegar búið er að laga myndina til. Við skerum gráa (þríhyrninginn hægra megin ) burtu og málum hann grænan, límum hann síðan við restina af samsíðungnum og við fáum rétthyrning. Með svona tilfæringum verður auðvelt að reikan út flatarmálið.


    Trapisa.

Trapisa er flötur sem samanstendur af grunnformunum rétthyrningur og þríhyrningur. Með því að setja inn hjálparlínur sést að hér eru tveir þríhyrningar og einn rétthyrningur sem mynda flatarmálið. Flatarmálið er þríhyrningur + rétthyrningur + þríhyrningur.


     Sexhyrningur.

Sexhyrning má á svipaðan hátt búta niður í tvo þríhyrninga og einn rétthyrning. Flatarmál hans er t.d. þríhyrningur + rétthyrningur + þríhyrningur.


Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 3. í flatarmáli.

ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.