© 2004 Rasmus ehf |
Tölfræði |
![]() |
Kynning 5
Skífurit og villur í myndritum
Skipting hringsins í gráður og prósent.
Heill hringur er 100% |
Hringboginn er 360 gráður |
![]()
|
![]() |
|
|
![]() |
![]() |
Skífurit:
Teiknum hring sem er 35% rauður, 45% grænn og 20% blár.
Þú skalt muna að
Litirnir | reiknum út gráðurnar | ![]() |
rauður | ![]() |
|
grænn | ![]() |
|
blár | ![]() |
Þetta þarft þú að æfa. Náðu þér í hringfara (sirkil) og gráðuboga. Þú skalt byrja á því að merkja miðpunktinn með litlum + og stinga síðan oddinum á hringfaranum í þann +.
Síðan er að draga upp hringinn og draga lóðrétt upp radíus frá miðju og út á bogann. Þá er að beita gráðuboganum og merkja inn þau horn sem átti að teikna. Litaðu síðan hornin eins og hér er sýnt.
Ef þú vilt að hringurinn verði nákvæmlega eins og þessi verður þú að slá inn tölurnar í Excel og láta töflureiknin Excel um að móta hringinn og hornin. En hvort tveggja er mjög hollt fyrir þig að kunna.
Ef þér sýnist þetta flókið þá getur þú hugsað beint út frá prósentum í tugabrotsformi.
Litirnir | reiknum út gráðurnar | ![]() |
rauður | ![]() |
|
grænn | ![]() |
|
blár | ![]() |
Til að breyta td. 72 gráðum í % er auðvelt að finna
Villur í myndritum.
Algengt er að plata fólk með myndritum.
Dæmi 1 Sala á sjónvarpstækjum.
|
|
|
Sölumaður fyrir tæki B vill sýna yfirburði sinna tækja og sýnir og stækkar upp efsta hlutann af myndritinu. Hér virðist í fljótu bragði salan á tæki B vera tvöföld á við söluna á tæki A. | ![]() |
Þegar ásinn (
skalinn ) byrjar ekki á núlli verður að rjúfa ásinn og gefa um leið
til kynna að það er ekki allt sem sýnist.
Hér er lóðrétti ásinn rofinn með brotinni línu til þess að gefa til kynna að ekki er byrjað á núlli. |
![]() |
Fleiri aðferðir eru notaðar til þess að móta viðhorf fólks í auglýsingaskyni.
Upplýsingar með myndritum ekki réttar.
Hlutföll í myndritum ekki rétt.
Dæmi 2 Sala á sjónvarpstækjum.
Sölumaður sjónvarpstækjanna ( tegund B) var skammaður fyrir að brjóta ekki upp ásinn þegar tölur eru ekki sýndar frá núllpunkti.
Hann býr til nýtt myndrit og gætir þess að brjóta upp lóðrétta ásinn. | Hér er búið að rugla hlutföllin hressilega. |
Hér virðist salan á tæki B vera næstum fjórföld salan á tæki A ef við skoðum flatarmálið á súlunum. Hvað er að á þessari mynd ? Svar: breiddin á súlunni fyrir tæki B er tvöföld á við breiddina á súlunni fyrri tæki A. |
![]() |
Hlutföllin í teikningum í tölfræði verða alltaf að vera rétt.
Allt annað eru svik og prettir.
Það er mjög miklivægt að þú sért fær um að lesa út úr myndritum réttar staðreyndir þannig að þú túlkir þær rétt.
Skoðaðu þessar aðferðir og taktu síðan próf 5 í Tölfræði.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.