Ársáskrift að vefnum er:

Forsendur Magn Grunn gjald Árgjald
Grunnskóli

100*X kr.

10.000 kr.

(10.000 + 100*X) kr.

Einstaklingur   4.000 kr.

4.000 kr.

Framhaldsskóli

200*Y kr.

10.000 kr.

( 10.000 + 200*Y)  kr.

Skýringar: X þýðir fjöldi nemenda í 5. til og með 10. bekk grunnskóla. Y þýðir nemendur í framhaldsskóla.

Dæmi um verð fyrir grunnskóla með 150 nemendur í 5 til 10. bekk:   10.000 kr. + 100kr * 150 = 10.000 kr. + 15.000 kr. = 25.000 kr. síðan bætist við vsk. eða 25.000 kr. x 0,245

Alls: 25.000 kr. + 6.125 kr = 31.125 kr.

Ath. okkur ber að innheimta 24,5% virðisaukaskatt ofaná verðið.

Ef þið staðfestið þátttöku þá sendum við ykkur gíróseðil með þeirri upphæð sem tilheyrir, sem er greiðsla ykkar fyrir væntanlega þjónustu. Þegar við höfum fengið staðfestingu á greiðslu, sendum við ykkur leyniorð í tölvupósti, þá getið þið hafist handa og prófað að nema á netinu. Þeir skólar sem kaupa aðgang, geta gefið nemendum upp leyniorðið og er þeim þá heimilt að nota efnið á eigin vélbúnaði.

Ath. þessi vefur virkar  á öllum einkatölvum sem keyra vefskoðunarforrit sem ráða við ramma. 

Vefur þessi er byggður upp til að þjónusta þá sem vilja ná sterkari tökum á stærðfræði. Efnið er miðað við miðstig og unglingastig grunnskólans og einnig byrjendur í framhaldsskólum. Höfundar erum við bræðurnir Húgó og Tómas Rasmus. Við höfum um árabil kennt nemendum á unglingastiginu stærðfræði. Okkur fannst tími til kominn að prófa nýjar leiðir til að nálgast þetta verkefni. Efni þessa vefs miðast við þá þætti sem fjallað er um í stærðfræði í efri bekkjum grunnskólans. Það efni er hins vegar stutt af fyrri þekkingu nemenda sem þeir hafa öðlast í yngri bekkjum. Þessi vefur hentar því nemendum í 3. til 10. bekk í grunnskóla.  Þeir nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla hefðu einnig gott af því að kíkja á þennan vef til að sannfærast um getu sína. Með þessari nálgun að kennslu í stærðfræði er ábyrgð nemandans á námi sínu virkjuð með formlegum hætti. Nemandi sem hefur lokið einstaka þætti fær staðfestingu úr gagnvirku prófi um árangur sinn, hver sem er getur því prófað þegar hann(hún) er í stuði til að reikna aftur og aftur þangað til fullnægjandi árangri er náð. Þeir sem sannanlega ná tökum á því námsefni sem hér er kynnt ættu að standa mjög vel að vígi á samræmdu prófi í stærðfræði.  Því fleiri sem vilja vera með því betri þjónustu getum við veitt.

Ýtið á þetta merki   AG00051_.gif (1652 bytes) til að kveikja á aðalvefnum.