© 2008 Rasmus ehf og Jóhann Ísak Pétursson |
Mengi og Vennmyndir |
![]() |
Stök hlutmengi
Mengi er vel skilgreint safn talna eða hugtaka.
Einstakir hlutar mengisins kallast hlutmengi.
Stakir einstaklingar, hlutir, tákn eða því um líkt innan mengisins nefnast stök.
Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta eru gott dæmi um mengi. Eiður væri þá stak í menginu ef átt er við karlalandsliðið en Margrét Lára væri stak í menginu kvennalandslið Íslands.
Tvö tákn eru notuð til þess að segja hvort stak er í tilteknu mengi eða ekki.
táknar er stak í
táknar er ekki stak í
Skoðum mynd af mengi heilla talna á bilinu 1 til 9.
Mengið A
2
er stak í
menginu A |
![]() |
11 er ekki stak í
menginu A er
táknað
11
|
Slaufusvigarnir { og } eru oft notaðir til þess að afmarka mengi. Innan þeirra eru þá stökin talin upp eða skilgreind með orðum, mengjatáknum eða ójöfnumerkjum.
Táknið | inni í mengjasviga merkir þannig að eða þar sem gildir.
1
x
9 merkir að x er á bilinu 1 til 9 (1 og 9 talin með).
1 < x < 9 merkir að x er á bilinu 1 til 9 (1 og 9 ekki talin með).
Mengi án staka kallast tómamengi. Það er táknað Ø eða { }.
Táknum mengið A í sýnidæmi 2 með mengjasvigum.
A = {1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9}
eða
A = {x
|
x er heil tala og 1
x
9 }
Mengið hér fyrir neðan sýnir hlutmengi.
![]() |
Mengið A = {1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9} |
Að
B er hlutmengi í A er táknað
.
Að
C er ekki hlutmengi í A er táknað
Ef til er stak í A sem ekki er í B er mengið B sagt vera eiginlegt hlutmengi í A. Hér eru stökin 4, 5, 6, 7, 8 og 9 í A en utan við B þannig að B er eiginlegt hlutmengi í A. Ef mengin A og B innihalda sömu stök (A = B) þá er B ekki eiginlegt hlutmengi (en hlutmengi þó).
Að
B er eiginlegt hlutmengi í A er táknað
.
Reglur:
Tómamengið Ø er hlutmengi í öllum mengjum. Sérhvert hlutmengi er hlutmengi í sjálfu sér. |
Finnum fjölda hlutmengja í mengjunum A = { }, B = {a}, C = {a, b} og D = { a, b, c}.
A = { } Ø er eina hlutmengið.
B = {a} Ø og {a} 2 hlutmengi.
C = {a, b} Ø, {a}, {b} og {a,b} 4 hlutmengi.
D = {a, b, c} Ø, {a}, {b}, {c}, {a,b}, {a,c}, {b,c} og {a,b,c} 8 hlutmengi.
Skoðum fjölda hlutmengja nánar:
Hér er auðsjáanlega ákveðin regla á ferð.
Fjöldi hlutmengja = 2n, ef n er fjöldi staka í menginu. |
Taktu einnig eftir að röð skiptir ekki máli. T.d. gildir eftirfarandi:
A B C
{a,b,c} = {b,a,c} = {a,a,a,b,b,c,c,c,c}
Röð skiptir ekki máli og ekki skiptir máli þó að sömu stök séu endurtekin.
A = B = C eru jöfn ef þau innihalda sömu stök óháð röð og því hve oft þau koma fyrir.
Enska stafrófið er mengi 26 ólíkra stafa. Hve mörg mismunandi hlutmengi eru til af enska stafrófinu?
Samkvæmt reglunni er fjöldi hlutmengja 226 = 67.108.864
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf
1 í Mengi og vennmyndum.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum