© 2000 - 2010 Rasmus ehf |
Hnitakerfið og jöfnur |
![]() |
Kynning 1.
Jafna beinnar línu.
Jöfnur á forminu y = ax + b , þar sem a og b eru þekktar stærðir, eru jöfnur fyrir beina línu. Það þarf að þekkja minnst tvo punkta á einhverri línu svo að hægt sé að teikna hana. Skynsamlegt er samt að reikna alltaf út minnst 3 punkta á línu.
Gildistafla: Þegar jafna einhverrar línu er þekkt er gott að gera sér töflu yfir þau gildi sem við reiknum út, það er kallað gildistafla.
Tökum sem dæmi línuna: y = x + 1
Þetta samband á milli breytistærðanna verður alltaf að standast, en þú hefur leyfi til að velja hvað sem þú villt í staðinn fyrir x og reiknar síðan út hvaða gildi passa fyrir y.
Gildistafla fyrir y = x + 1
Ath. þú ræður hve mörg gildi þú nennir að reikna út. En ath. reiknaðu alltaf lágmark gildi fyrir þrjá punkta. Ef þessir völdu punktar þínir eru ekki svo þægir að vilja vera á sömu línunni, þá hefur þú reiknað rangt og verður að endurskoða útreikninginn.
Graf sem sýnir mynd af línunni: y = x + 1
Við sjáum píluna sem bendir á punktinn (3,4) en það er dæmi um einn punkt sem fenginn er úr gildistöflunni, annar punktur er t.d. (0,1) sem er einmitt punkturinn þar sem línan keyrir í gegnum y ásinn. Með tvo slíka punkta merkta inn í línuritið, er auðvelt að teikna línuna með því að draga strik á milli punktanna.
Fleygbogar
Jöfnur á forminu y = ax2 + b þar sem a og b eru þekktar stærðir, eru jöfnur fyrir fleygboga. Til að teikna graf fyrir slíkar jöfnur þarf að reikna út mun fleiri en þrjá punkta.
Dæmi: gefin er jafnan y = x2 - 4
Við reiknum út nokkur gildi fyrir x á bilinu -4 til + 4
þá er að vinda sér í gildistöflu alveg eins og áður.
Gildistafla fyrir y = x2 - 4
Dæmi set x = -4 þá er y = (-4)2 - 4 = 16 - 4 = 12
Hér sést að sum gildin koma stundum tvisvar fyrir á y, það er vegna þess að fleygbogar eru samhverfir.
Graf sem sýnir mynd af fleygboganum
![]() |
Ef
við skoðum efstu punktana á myndinni eða punkt með
hnitin (4,12)
þá sést að hann á sér
hliðstæðu í punktinum (-4,12)
Taktu vel eftir hvar fleygboginn sker y ás og hvar hann sker x ásinn. |
Ef þú þáttar jöfnuna y = x2 - 4 Fæst x2 - 4 = (x - 2)(x + 2)
ef við setjum y = 0 þá sést að x þarf að verða annað hvort +2 eða - 2 til að jafnan standist. Þá fást hnitin (-2,0) og (+2,0) en það eru einmitt skurðpunktarnir við x ás.
Hallatala beinnar línu:
Skoðum línuna y = 2x + 1
![]() |
Hallatala þessarar línu er
2 sem er stuðullinn við
x.
Einnig er hægt að reikna hallatöluna út með því að teikna rétthyrndan þríhyrning við hliðina á línunni og reikna breytingu miðað við y ás og deila síðan með breytingunni miðað við x ás. Lóðrétt breyting Δy = 5 -3 = 2 Lárétt breyting Δx = 2 -1 = 1 Hallatala línunnar er þá 2/1 = 2 ( Þegar við ferðumst eftir línunni frá 1,3 til 2,5 þá hækkar gildið á y um 2 en gildið á x um 1 ) |
Taktu nú próf 1 í Hnitakerfinu.