Líkindareikningur
Skynsamlegt væri að prenta prófið út á pappír og reikna það í rólegheitum. Lestu hverja spurningu vandlega, síðan skalt þú athuga þau svör sem sett eru fram og merkja við það svarið sem þú telur vera líklegast. Ath. Aðeins má merkja við eitt svar við hverja spurningu. Þegar allt er tilbúið sestu þá við tölvuna og merktu við réttu svörin.
Reiknaðu þessi dæmi og merktu við rétt svar.
1. Krónu er kastað upp. Hvaða líkur eru að upp komi þorskur?
b
2. Teningi er kastað upp. Hvaða líkur eru á að upp komi sex?
3. Teningi er kastað upp. Hverjar eru líkurnar að fá minna en 5?
Notaðu skriffæri og reiknaðu út !
4. Gunnar dregur spil úr spilastokk. Hverjar eru líkurnar að fá kóng?
5. Sigga dró spil úr spilastokk. Hverjar eru líkurnar að fá hjarta eða lauf?
6. Hjólinu á myndinni er snúið. Hvaða líkur eru á því að fá oddatölu?
7. Í blandi í poka voru fjórar karamellur, tvær krítar, þrír hlaupbangsar. Hrefna stakk hendinni í pokann og tók eitt nammi. Hvaða líkur eru á að Hrefna hafi tekið hlaupbangsann?
8. Hvaða líkur eru á að Hrefna hafi ekki dregið karamellu?
9. Í eggjabakka eru 10 egg þar af þrjú brotin. Stebbi tók tvö heil úr bakkanum og bakaði pönnukökur. Nokkru seinna tók hann 1 egg úr bakkanum hvaða líkur eru á því að það sé heilt?
10. Fótboltaþjálfari ætlaði að velja leikmann til að taka víti. Doddi hafði á leiktíðinni skorað úr 70% skota sinna. Laddi hafði skorað úr 8 tilraunum af 11 og Nonni úr 5 af 7. Hvern átti þjálfarinn að velja
Hlutfall réttra svara =