© 2010  Rasmus ehf

Rúmmál  Kynning 2

Prenta út

Rúmmálseiningar:

Rifjaðu upp kynningu 1 og 2 í kaflanum um mælieiningar og kynningu 6 í kaflanum um flatarmál.

 


Kubbur sem er 1 meter á alla kanta hefur rúmmálið 1 m3. R = 1 m × 1 m × 1 m = 1 m3  lesið einn rúmmeter.
Sami kubbur mældur í desimetrum:

R = 10 dm × 10 dm × 10 dm = 1000 dm3      lesið þúsund rúmdesimetrar.
Sami kubbur mældur í sentimetrum

R = 100 cm × 100 cm × 100 cm = 1000000 cm3   lesið ein milljón rúmsentimetra.

Við sjáum að  1 m3 = 1000 dm3 = 1000000 cm3


 

        Setjum upp talnahús fyrir rúmmál og einn rúmmeter (m3) í húsið: 

km3 hm3 dam3 m3 dm3 cm3 mm3

Hvert sæti hleypur á þúsundi.

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0

    Þessar rúmmálseiningar og lítramálið eru algengar einingar þegar rúmmál er gefið upp.

    Til að fara á milli kerfanna er nauðsynlegt að vita að: 

1 dm3 = 1 líter

Og/eða

1 cm3 = 1 ml

Það er nauðsynlegt að skoða vel þetta samband og kunna það.


km3

hm3

dam3

m3

dm3

cm3

mm3

 

l = dm3

ml = cm3

 

kl

hl

dal

l

dl

cl

ml


Dæmi:

Hvað eru 10,5 m3 margir cm3?

 

km3

hm3

dam3

m3

dm3

cm3

mm3

     

1 0 ,

5 0 0

0 0 0

 

Svar:  10.500.000 cm3

Dæmi:

Hvað eru 5 m3 margir lítrar?

Þar sem við vitum að 1 lítri = 1 dm3  þá byrjum við á því að breyta m3 í dm3

 

km3

hm3

dam3

m3

dm3

cm3

mm3

     

5

0 0 0

   

Svar: 5000 dm3 = 5000 lítrar

Dæmi:

Hvað eru 500 cl (sentilítrar)  margir m3 ?

 

kl

hl

dal

l

dl

cl

ml

     

5

0

0

 

500cl = 5 lítrar

5 lítrar = 5 dm3 

 

km3

hm3

dam3

m3

dm3

cm3

mm3

     

0

0 0 5

   

Svar: 500cl = 0,005 m3


Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 2 í rúmmáli.

Ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.