© 2006 Rasmus ehf og Jóhann Ísak Pétursson |
Jöfnur II kynning 5 |
Jöfnuhneppi
Jafnan x − y = 1 inniheldur tvær óþekktar stærðir (breytur). Lausnir á henni eru öll talnapör sem munar einum á svo sem 2 og 1, 3 og 2 , 4 og 3 o.s.frv.
Ef við viljum negla niður svar sem er nákvæmlega eitt par af tölum þá verðum við að fá til viðbótar nýja jöfnu sem sýnir annað samhengi á milli x og y, t.d. x + y = 3, en 2 og 1 er eina talnaparið sem uppfyllir skilyrði beggja jafnanna.
Jöfnupar af gerðinni
nefnist jöfnuhneppi með tveimur óþekktum.
Að finna lausn jöfnuhneppa felst í því að finna talnapar sem uppfyllir skilyrði beggja jafnanna. Við skulum nú líta á helstu aðferðirnar til þess.
Sýnidæmi 1 |
Samlagningaraðferðin |
|
Leysum jöfnuhneppið |
|
með samlagningaraðferð. |
|
Ef við leggjum saman jöfnurnar þá dettur y út og við finnum lausn fyrir x. |
|
Við sjáum að x = 2 |
|
Ef við setjum 2 í stað x í annarri jöfnunni þá getum við reiknað út y |
Lausnin er þá (2,1) eða x = 2 og y = 1 |
Sýnidæmi 2 | Innsetningaraðferðin | |
Leysum jöfnuhneppið |
með innsetningaraðferð. |
|
x − y = 1 x = 1 + y |
Við leysum fyrri jöfnuna m.t.t. x. |
|
|
Síðan setjum við lausnina inn fyrir x í seinni jöfnunni |
|
1 + y + y = 3 2y = 3 − 1 = 2 y = 1 |
og finnum y = 1. |
|
x + 1 = 3 x = 2 |
Loks setjum við 1 í stað y í annarri jöfnunni og finnum að x = 2 |
Afbrigði af innsetningaraðferðinni er að leysa báðar jöfnurnar m.t.t. y en þá má setja jafnaðarmerki á milli hægri hliða jafnanna.
Sýnidæmi 3 | Innsetningaraðferðin (afbrigði) | |
x − y = 1 gefur y = x − 1 |
||
x + y = 3 gefur y = 3 − x |
||
Þá er x − 1 = 3 − x 2x = 3 + 1 = 4 |
||
og | y = 2 − 1 = 1 lausnin (2,1) |
Skoðum nú aðeins flóknara dæmi. |
|
Sýnidæmi 4 | |
Leysum jöfnuhneppið |
með samlagningaraðferðinni |
|
Hér gengur ekki að nota samlagningu beint. |
|
En ef við margföldum efri jöfnuna fyrst með tveimur og leggjum svo saman þá dettur y út. |
|
Við reiknum síðan út x og fáum x = 2 |
2∙2 + y = 7 y = 7 − 4 = 3 |
Setjum lausnina á x
inn í seinni jöfnuna og reiknum út y. Lausnin er þá x = 2 og y = 3 ( 2,3) |
Með innsetnigaraðferð verður þetta svona: |
|
2x + y = 7 y = 7 − 2x |
Einföldum fyrri jöfnuna með tilliti til y |
Setjum smasvörun fyrir eitt y inn í seinni jöfnuna. | |
x − 14 + 4x = −4 5x = −4 + 14 = 10 |
Drögum saman samskonar liði |
|
og reiknum út að x = 2 |
y = 7 − 2x = 7 − 2∙2 = 3 | Setjum lausnina á x
inn í fyrri jöfnuna og reiknum út y. Lausnin er þá x = 2 og y = 3 ( 2,3) |
Sýnidæmi 5
Skoðum nú hvernig þetta er gert í grafískri reiknivél af Casio-gerð.
Við byrjum á því að velja jöfnulausnir (EQUA) á forsíðuvalmyndinni. | |
Í valmynd sem kemur upp veljum við línulegar jöfnur (simultaneous) með F1.
|
|
Síðan veljum við tvær óþekktar með F1 á þessari valmynd. | |
Í þeirri valmynd sem nú opnast þurfum við að slá inn tölustuðlana í jöfnuhneppinu. Fyrir jöfnuna 2x + y = 7 sláum við inn stuðlana 2, 1 (fyrir eitt y) og 7, og fyrir jöfnuna x − 2y = −4 sláum við inn 1, −2 og −4. |
Runa aðgerða verður eftirfarandi:
Að lokum veljum við F1 til þess að fá lausnirnar, en þær koma fram á valmyndinni hér til vinstri: Eða x = 2 og y = 3 |
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 5. í Jöfnum II.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.