© 2004 Rasmus ehf |
Hnitakerfið - jöfnur og gröf 3 |
Kynning 3
Hallatala
Skoðum jöfnuna y = 2x + 3
Fyrir hverja einingu til hægri förum við 2 upp 2/1 = 2 Hallatalan er 2 Jafnan y = 2x + 3 Stuðullinn við x er hallatalan |
Skoðum jöfnuna y = -2x + 3
Fyrir hverja einingu til hægri förum við 2 niður -2/1 = -2 Hallatalan er -2 Jafnan y = -2x + 3 Stuðullinn við x er hallatalan |
Skurðpunktur við y-ás
Heila talan 3 sýnir skurðpunkt við y-ás |
Jafna línu á forminu y = hx + b
h = hallatala og b er skurðpunktur við y-ás
|
Þegar hallatalan h er 0 þá er línan lárétt. |
|
Þegar línan er lóðrétt þá er hallatalan óskilgreind. |
|
Dæmi 1 Reiknum út hallatölu línu sem fer í gegnum punktana (4,9) og (1,3)
|
Punkthallalína
Dæmi 2
Hvernig finnum við jöfnu línunnar ef við vitum að hallatalan er 2 og línan fer í gegnum punktinn 1,3 |
Aðferð: Við þekkjum formið y = hx + b
og setjum inn h = 2 3 = 2(1) + b
y = 3 3 = 2 + b
x = 1
Reiknum út skurðpunktinn b = 1 við y-ás
Setum nú hallatöluna og skurðpunktinn inn í jöfnuna y = hx + b og fáum jöfnu línunnar
y = 2x + 1
Önnur aðferð: Finna jöfnu línu gegnum punktin (1,3) með hallatölu 2
Jafna fyrir hallatölu
Lögum jöfnuna til
|
Setjum inn í jöfnuna hallatöluna 2 og punktinn (1,3) |
|
Samsíða línur
Línur með sömu hallatölu eru samsíða |
Hornréttar línur
Reglan um hornréttar línur segir að ef tvær línur hornréttar hvor á aðra hafa hallatölur h og h1 þá er |
|
|
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 3. í hnitakerfi.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.