© 2000 - 2010 Rasmus ehf |
Flatarmál |
![]() |
Kynning 2
Flatarmál þríhyrnings.
Flatarmál rétthyrningsins á myndinni er
4cm · 4cm = 16 cm2.
Ef við skiptum myndinni í tvo jafn stóra parta með því að draga línu milli horna, þá myndast tveir rétthyrndir þríhyrningar sem eru jafn stórir. Þeir eru hvor um sig helmingur af myndinni eða 8 cm2 .
Stundum þurfum við að merkja sérstakar línur á myndinni okkur til hjálpar.
Hæðin er hornrétt á grunnlínu. Þar sem þær hittast myndast horn með 90 gráðum.
Flatarmálið finnst líka með því að margfalda hæð og grunnlínu og skipta útkomunni í tvennt:
Flatarmál þríhyrnings:
Hér er flatarmálið:
Hér er flatarmálið:
eða grunnlína sinnum hæð deilt með 2.
Græni rétthyrningurinn sem er á bak við
þríhyrninginn myndi hafa flatarmál sem fæst með því að margfalda
grunnlínu með hæð eða:
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 2. í flatarmáli.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.