© 2010  Rasmus ehf

Rúmmál   Kynning 3

Prenta út

 

Réttir strendingar

     


Í réttum strendingum eru hliðarnar hornréttar á grunnflötinn.

Strendingurinn hefur rúmmálið: R = 3m · 2m · 5m = 30m3

 

Rúmmálið (R) = Flatarmál grunnflatar · hæð

 

        Þetta gildir um rétta strendinga svo sem þrístrendinga, fimmstrendinga, sexstrendinga o.s.frv.  Einnig um sívalinga og hluti þar sem hliðarnar eru hornréttar á grunnflötinn.


 

     

 Dæmi:

Flatarmál grunnflatar =

 

Rúmmálið (R) = Flatarmál grunnflatar · hæð

 R = 12cm2 · 10 cm = 120 cm3

Eða allt reiknað í einu dæmi:


 

 

 Dæmi:

Flatarmál grunnflatar = r2 · = 9 · = 28,26 cm2

 

R = 28,26cm2 · 6cm = 169,56cm3

Eða allt reiknað í einu dæmi:

R = r2 · · h = 9cm2 · · 6cm = 169,56cm3


 

 

Dæmi:

Finnum rúmmál hússins.  Þetta má leysa með því að finna rúmmál græna ferstrendingsins

R = 4m · 6m · 5m = 120m3

og gula þrístrendingsins.

 

Gulur + Grænn = 120m3 + 18m3 = 138m3

 


Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 3 í rúmmáli.

Ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.