© 2004 Rasmus ehf |
Tölfræði |
Kynning 1
Tíðnitöflur - súlurit - línurit
Tíu unglingar voru spurðir hve oft þeir fóru í bíó (kvikmyndahús) síðasta mánuð.
Nafn: | Fjöldi bíóferða |
Björn | 1 |
Anna | 0 |
Siggi | 0 |
Stína | 2 |
Óli | 1 |
Magnús | 2 |
Gréta | 1 |
Rúna | 4 |
Palli | 0 |
Kalli | 1 |
Tíðnitafla við setjum niðurstöðurnar upp í tíðnitöflu og teljum hve mörg tilfelli reyndust fara aldrei í bíó, einu sinni í bíó o.s.frv.
Fjöldi bíóferða | Fjöldi tilfella (barna) | |
0 | 3 | Þrír fóru aldrei í bíó í mánuðinum. |
1 | 4 | Fjórir fóru einu sinni í bíó í mánuðinum. |
2 | 2 | Tveir fóru tvisvar í bíó í mánuðinum. |
3 | 0 | Enginn fór þrisvar sinnum í bíó í mánuðinum. |
4 | 1 | Einn fór fjórum sinnum í bíó í mánuðinum. |
Tíðni merkir hve oft atriði (tilfelli) koma fyrir. Í tölfræði væri talað um tilfellið "að fara einu sinni á mánuði í bíó" hefði tíðnina 4.
Hver væri tíðnin fyrir tilfellið: "Fer í bíó fjórum sinnum í mánuði" ?
Svar: Tíðnin væri 1
Súlurit oft er auðveldara og skýrara að lesa upplýsingar úr myndritum.
Setjum niðurstöðurnar fram með súluriti.
Línurit
Anna fór til Kanaríeyja í 7 daga frí og mældu hún lofthitann á hverjum degi alltaf á sama tíma kl: 16:00
Mælingar hennar litu þannig út.
Við setjum niðurstöðurnar upp í línurit |
Mælingar Önnu |
|
Dagur nr: | Hiti í °C | |
1 | 20 | |
2 | 25 | |
3 | 25 | |
4 | 30 | |
5 | 15 | |
6 | 25 | |
7 | 35 | |
Á sjöunda degi var heitast eða 35°C. Á fimmta deginum var kaldast eða 15°C. |
Ath. ef þú vilt æfa notkun á línuritum og stöplaritum skoðaðu þá til gamans Tölvulæsivefinn og prófaðu verkefnin sem þer eru kynnt.
Aukaverkefni: Gerðu könnun á hitanum heima hjá þér á hverjum degi, alltaf á sama tíma og settu niðurstöðurnar uppí línurit eins og hér er sýnt, notaðu Tölvulæsivefinn til þess að aðstoða þig við að gera þetta í töflureikninum Excel.
Æfðu þig á þessum aðferðum og taktu síðan próf 1 í Tölfræði.
ps. mundu eftir að fylla út í tékklistann þinn jafnóðum.