AG00011_.gif (7216 bytes)Umhverfi tölvunotenda er æði misjafnt. Stundum ertu þinn eigin herra  og þarft ekki að taka tillit til annarra notenda, og stundum ertu að vinna sem hluti af stærri heild, t.d. í skólanum eða á öðrum vinnustöðum. Í öllum tilfellum getur þú haft áhrif á umhverfi þitt. Til þess að það nýtist þér sem best er nauðsynlegt að kynnast þeim möguleikum sem þú hefur. Ef við miðum við að þú sért notandi á Pc samhæfðri tölvu og hafir aðgang að stýrikerfi eins og Windows 95/ 98 eða Windows Nt 4.0 þá eru þér ýmsar leiðir færar. Þessi stýrikerfi eiga það sameiginlegt ásamt öðrum stýrikerfum að þau eru samsett úr fjölda forrita sem vinna saman að því að mynda umgjörð um tölvuna og innviði hennar, einskonar milliliður milli manns og tölvu. Með ofangreindum stýrikerfum fylgir merkilegt forrit sem heitir Microsoft Explorer. Það er mjög mikilvægt að þekkja aðeins notkun á því. 

Með stýrikerfinu er hægt að ráðskast með þætti eins og:

 

Skoðaðu möguleikana hér til hliðar og taktu síðan próf í umhverfisþáttum tölvunnar.

© mars 2000 Tómas Rasmus