Umhverfi notenda         © ágúst  2000 Tómas Rasmus

Tölvan þín.

Á síðustu árum hefur færst í vöxt að nota táknmyndir í staðinn fyrir hugtök  þegar unnið er með stýrikerfum sem kennd eru við fjölverka tölvur. Nægir að benda með músarbendlinum á einhverja mynd og tvísmella með vinstri músartakkanum eða ýta á "Enter" takkann. Þá er viðkomandi forrit orðið virkt og það byrjar að vinna. Þannig getur þú kveikt á mörgum forritum og virka þá forritin samtímis ( sem er eðli fjölverka tölvu ). 

Skoðum nokkrar klassískar táknmyndir úr stýrikerfunum Windows 95/98 og Windows Nt.

mycomp.jpg (1686 bytes)    Þessi mynd af tölvu hefur almennt kynningartextann "My computer" , sem eins og nafnið bendir til fjallar um þá þætti sem tilheyra tölvunni minni. Slíka mynd má sjá á upphafsskjámyndinni í ofangreindum stýrikerfum. Ef þú vilt skoða hvernig svona táknmynd verður til þá skalt þú smella með hægri takka músarinnar á myndina og sjá hvað gerist.

mycomp3.jpg (8691 bytes) Hér opnast möguleikar sem eru boðnir við meðhöndlun á táknmyndinni. Þessi mynd er svo sérstök að henni fylgja svolítið öðruvísi möguleikar en á klassískum notendaforritum og er því hollast að láta hana vera í friði. Á efri myndinni sést að hún hefur fengið nýtt nafn, í stað "My computer" stendur "Tölvan mín".

Ef þú nú smellir á myndina  mycomp.jpg (1686 bytes) með vinstri takka músarinnar opnast önnur mynd eða yfirlit yfir það sem er á bak við hugtakið "My computer".

mycomp6.jpg (35086 bytes)

Skoðum þessar alþjóðlegu táknmyndir sem hér birtast.

floppy1.jpg (1638 bytes)Þetta er táknmynd fyrir hið svokallað A: drif sem fylgi öllum Pc. tölvum. Þetta er með öðrum orðum disklingadrifið sem tekur diskling að stærðinni 3,5 tommur að þvermáli og heitir því þessu frumlega nafni. Þetta er gert fyrir lausa disklinga sem taka 1,44 megabæti af tölvugögnum. Helstu kostir við slík drif eru þeir að hægt er á mjög þægilegan hátt að taka gögn af einni tölvu og færa yfir á aðra. Helstu gallarnir eru hinsvegar  hvað þeir taka lítið magn af gögnum og hvað disklingarnir eru viðkvæmir í allri meðhöndlun, þola illa ryk og alls ekki frost. Aftan á disklingnum er sérstök rauf sem hægt er að loka og læsist þá disklingurinn þannig að ekki er hægt að skrifa yfir þau gögn sem fyrir eru.

diskur_c.jpg (1524 bytes) Þetta er almennt tákn fyrir harða diskinn í tölvunni. Helstu kostir við harða diska eru, að þeir taka mjög mikið magn af gögnum og eru mörgum sinnum hraðvirkari en disklingar. Í dag eru flestir diskar mjög stórir og það dettur engum í hug að kaupa sér Pc. tölvu í dag með minna en 10 gígabæt af rými sem er álíka geymslupláss og fengist með 6944 disklingum.

geislasp.jpg (1290 bytes)Þetta er táknmynd fyrir geilsadrif sem fylgir langflestum Pc tölvum í dag. Þessi drif eru eingöngu ætluð til lestrar á gögnum og eru mjög hraðvirk. Þau taka rúmlega 600 megabæti af tölvugögnum og geta að sjálfsögðu geymt samskonar gögn og  geymd eru á hörðum diskum eða disklingum. Á allra síðustu misserum (áramótin 1998 til 1999) hafa hinsvegar komið til sögunnar sérstakir geislaskrifarar sem gera mönnum kleift að skrifa yfir áður notaða geisladiska eða nýja. Sumir nota slík tæki til að taka afrit af gagnasöfnum sínum.

MYND Tape  Þetta er mynd sem táknar tapestöð sem er fyrst og fremst notuð til að taka öryggisafrit af hörðum diskum í tölvunni. Hver snælda getur tekið a.m.k:  6 gígabæti og er nokkuð hraðvirkt að nota þessi tæki. Hægt er að stilla sérstakan afritunarbúnað til að taka afrit af völdum skrám á fyrirfram ákveðnum tíma.


dialup.jpg (2075 bytes) Þessi mynd er notið til að skilgreina upphringisamband við aðarar tölvur ef þú ert tengdur við símakerfi og modem. Ef þú smellir á þessa mynd með músarhnappinum þá opnast stærri mynd sem gefur nokkra kosti.

dialup2.jpg (26076 bytes)

Hér byggir þú nýjar tengingar með því að velja "NEW" hnappinn. Til að ráðskast með það sem er fyrir, notar þú  hnappinn sem stendur á "MORE". Ekki er ráðlagt að hræra mikið í þessu nema vita nákvæmlega hvað á að gera. Til að hringja í gegnum tölvuna sína til einhvers internets- þjónustuaðila er farið eftir leiðbeiningum frá viðkomandi, við uppsetningar og eru þær jafn misjafnar og fyrirtækin eru mörg.

Um  möppurnar "printers" og "control panel" verður fjallað á öðrum stað undir liðnum Tæki og Tól.

or_upp.gif (168 bytes)