Umhverfi notenda           © ágúst  2000 Tómas Rasmus

Táknmyndir / "icon"

Í kaflanum "tölvan þín" var minnst á táknmyndir sem eru eitt megineinkenni á þeim stýrikerfum sem fylgja með Pc. tölvum í dag. Skoðum nú algenga táknmynd fyrir notendaforrit.

cp02m1_01.jpg (1754 bytes)  Slík mynd hefur líklega fæðst þegar hugbúnaðurinn "Microsoft Word" var lesinn inn á tölvuna þína, ef þú smellir með hægri takka músarinnar á þessa mynd á hefðbundnu skjáborði þá sést stærri mynd með ýmsum kostum.

cp02m1_0.jpg (10611 bytes)

Skoðum aðeins liðinn "properties" og sjáum hvað þar er í boði.

cp02m1_1.jpg (25224 bytes) "Shortcut" stendur fyrir tilvísun táknmyndar og hér sést hún undir liðnum "target". Þar birtist sú slóð sem liggur að forritinu sem á að keyra þegar þessi táknmynd er valin. 

 

cp02m1_2.jpg (26780 bytes)

"General" sýnir hinsvegar hvar táknmyndin er geymd, hvað hún er stór, hvenær hún fæddist,  hvenær forritið var síðast notað og hvenær uppsetningu á því var síðast breytt.

 


or_upp.gif (168 bytes)