Umhverfi notenda           © ágúst  2000 Tómas Rasmus

Tilvísun tengd

Að stofna nýja táknmynd á skjánum er t.d. gert með því að staðsetja sig einhvers staðar á auðu svæði á skjánum og smella niður hægri takka músarinnar.

cp02m1_5.jpg (22835 bytes) Þá kemur upp mynd sem hér er sýnd. Um leið og þú færir þig niður á svæðið "new" þá opnast önnur mynd til hliðar sem býður uppá ýmsa möguleika. Ef þú velur nú "Shortcut" eða táknmynd með tilvísun þá opnast enn annar möguleiki.

Hér þarft þú að vita hvar, hver táknmynd ásamt forriti er staðsett á tölvunni þinni svo að hægt sé að sækja mynd og byggja þá flýtivísa sem þú leitar að. Lítum á hvað er til og veljum "browse" hnappinn, ( browse þýðir að skoða, fletta möguleikum ).

cp02m1_7.jpg (32812 bytes)   Ég er að leita að skákforriti sem var einhvers staðar á "E" disknum mínum undir möppu sem hét cm4000. Þá er að skoða E-drifið og sjá hvað þar er.

 

cp02m1_8.jpg (15633 bytes) Ég sé "Cm4000" möppuna og vel "Open" hnappinn. Sést nú innihald hennar og smelli ég á nafn forritsins sem ég leitaði að, eða "Cm4000" og vel aftur "Open" hnappinn. Þannig er ég leiddur áfram af þessu indæla stýrikerfi.

 

cp02m1_9.jpg (25986 bytes) Hér fyllir forritið út í skipananlínuna ("command line") sem sýnir slóðina að forritinu sem ég vil tengja. Nú vel ég "Next" hnappinn og síðan kemur enn ein mynd þar sem mér er boðið að breyta nafni á tilvísun. Ég get breytt því strax eða síðar. 

 

cp02m1_91.jpg (19964 bytes) Um leið og ég samþykki "Finish" hnappinn þá teiknast mynd af þessu skákforriti á skjáinn hjá mér. Nægir að tvísmella með vinstri takka músarinnar á viðkomandi mynd og forritið keyrir af stað. Þessi aðferðafræði gildir um öll forrit sem eru hönnuð fyrir Windows 95/98 og Windows Nt. stýrikerfin.

or_upp.gif (168 bytes)


Almennar skrár og táknmyndir

Ath. stundum getur verið hentugt að tengja táknmynd á vinnuskjöl og hafa þau þannig opnanleg á mjög fljótvirkan hátt. Sami háttur er hafður á, smellt með hægri takka músarinnar á autt svæði á skjánum og valið "New" síðan velur þú úr þeim hugbúnaðargerðum sem um er að ræða á vélinni þinni.

cp03m1_1.jpg (33545 bytes)    Hér tek ég dæmi um Ritvinnsluskjal sem ég ætla að kalla "Hugmyndir".

 

cp03m1_2.jpg (3294 bytes)  Þá myndast táknmynd þessu lík. Auðvelt er að gefa henni sérstakt nafn með því að henda burtu textanum á bláa svæðinu og setja inn sinn eigin texta.

 

cp03m1_3.jpg (1779 bytes)  Ég set inn minn eign texta og þá er táknmyndin tilbúin til notkunar. Þegar ég nú ræsi þessa mynd þá kveiki ég á Microsoft Word forritinu og opna skjal sem hefur fengið nafnið "Hugmyndir".

 

cp03m1_4.jpg (21822 bytes) Eftir að hafa ritað inn í skjalið þá velur maður að vista skjal, þá sést að sjálfgefið er boðið uppá að vista skjalið á "Desktop" möppunni, því er að sjálfsögðu hægt að breyta ef áhugi er fyrir hendi.

or_upp.gif (168 bytes)

 


Forrit úr MS DOS umhverfi

Eldri forrit sem keyra á gamla stýrikerfinu MS DOS bjóða ekki alltaf uppá slíkan munað og oft fylgir þeim ekki nein táknmynd. Þá þarf að fara smá aukakrók og leita að heppilegri táknmynd. Stíga þarf eftirfarandi skref.

 


or_upp.gif (168 bytes)