Umhverfi notenda          © ágúst 2000 Tómas Rasmus

Gögn og tölvur


Grunneining tölvu

IN00522A.gif (2340 bytes)Tölvan skilur í raun aðeins hvort slökkt sé eða kveikt á ákveðnum minnisrásum. Minnsta eining tölvu er kölluð "1 biti" sem samsvarar því magni upplýsinga hvort kveikt sé, eða slökkt á einum rofa. Þegar síðan 8 rofar eru komnir saman í stærri einingu er það magn kallað 8 bitar = 1 bæti. Það þarf einmitt 1 bæti til að varðveita 1 bókstaf eða tölu. Þar sem grunnurinn liggur í þessu magni slökkt / kveikt eða þessum tveimur möguleikum byggjast allar grunnvinnslur á tölunni 2 eða svokölluðu tvítölukerfi. ( Í raun þekkir tölvan því aðeins 0 og 1, slökkt eða kveikt ).

"1 bit" = 1 biti  og " 1 byte " = 1 bæti.

Í eldri tölvum var grunneining tölvunnar grundvölluð á þessu 8 bita mynstri og þær því kallaðar 8 bita tölvur, en í dag eru tölvur flestar 32 eða 64 bita og ráða því við mun stærri grunneiningar í minni.

Táknróf tölvunnar byggir á sérstökum alþjóðlegum staðli "ANSI" áður var notaður staðallinn "ASCII". Íslendingar hafa barist fyrir því í áratugi að fá aðild að þessari stöðlun til þess að okkar litla málsvæði geti unnið með tölvur á sama hátt og tíðkast hjá stórþjóðum. Okkur hefur tekist þetta og er yfirleitt hægt að stilla stýrikerfi þannig að þau skilji íslensku sértáknin. Táknin á takkaborðinu eru númeruð skv. þessum stöðlum og þannig hefur táknið "A" númerið 65, "B" hefur númerið 66 o.s.frv. Á máli tölvunnar liti þetta þanng út.

Sæti Sæti 7 Sæti 6 Sæti 5 Sæti 4 Sæti 3 Sæti 2 Sæti 1 Sæti 0
Gildi bitar7.jpg (838 bytes) bitar6.jpg (833 bytes) bitar5.jpg (829 bytes) bitar4.jpg (814 bytes) bitar3.jpg (837 bytes) bitar2.jpg (844 bytes) bitar1.jpg (835 bytes) bitar0.jpg (833 bytes)
Reiknað 128 64 32 16 8 4 2 1
A í tvítölum 0 1 0 0 0 0 0 1
Tugakerfi 0 64 0 0 0 0 0 1

Þessi tafla sýnir hvernig 8 bita stæðan er hugsuð talið frá hægri til vinstri, ef alls staðar er tengt þá fáum við summuna af öllum gildunum eða 128 + 64 + 32 + 16 + 8 + 4 + 2 + 1 = 255 sem sýnir fjölda mögulegra tenginga ef við bætum við möguleikanum að hafa allt slökkt sem þýðir 0. Eru það 255 + 1 eða 256 möguleikar ( ath. 2 í veldinu 8 = 256 ). 

Í gulu reitunum er síðan sýnt hvernig tengingin myndi líta út fyrir bókstafinn A. Við tengjum í sæti 0 og í sæti 6 og fáum 64 + 1 = 65. 

Verkefni: 

Hvernig myndi strengurinn líta út fyrir B ?


Til þess að sjá hvernig þessi stafasett eru númeruð er gott að kíkja í viðauka við þær fræðibækur sem fjalla um stýrikerfi og tölvumál. Þar er þessum þáttum gerð skil. Það getur verið hentugt að þekkja númer á táknum sem sjást ekki á takkaborðinu. Til að prufa einstaka lykla getur þú t.d. kveikt á ritvinnsluforriti og opnað nýtt skjal. Þú þarft að vísu að passa að takkinn sem merktur er "NumLock" sé niðri (með ljósi ), síðan velur þú takkann "Alt", sem stendur vinstra megin við stafabilstakkann, heldur honum niðri og slærð inn einhverja tölu á bilinu 64 til 255 með talnaborðinu lengst til hægri. Þegar þú svo sleppir "Alt" takkanum birtist myndin af því tákni sem um er að ræða á skjánum.

or_upp.gif (168 bytes)


Geymslurými

Geymslurými tölvu er yfirleitt metið skv. grunngildinu 1 bæti. Þó tölvan vinni með allt sem heilt veldi af tölunni 2 þá notum við nálgun skv. tugakerfinu og tölum um eftirfarandi nálganir.

Eins sést hér að ofan þá er stærðfræðin alls staðar nálæg þegar unnið er með tölvur.

or_upp.gif (168 bytes)