Umhverfi notenda          © ágúst  2000 Tómas Rasmus

Skrár og skráarnöfn

Í hvert skipti sem þú vinnur í einhverju forriti á tölvunni þinni ert þú að vinna með skrár. Stýrikerfin eru það gáfuð að þau skilja eðli flestra skráa sem eru nothæfar á viðkomandi tölvu. Þegar skrá er vistuð fær hún sérstakt endastef sem  sett er aftan við nafn skrárinnar, það segir til um eðli skrárinnar. Áður fyrr mátti heiti á skrá ekki vera lengra en 8 stafir og ekki innihalda séríslensk tákn. Með tilkomu Windows 95/98 og Nt opnuðust möguleikar á lengri heitum með okkar séríslensku táknum. Sérhvert forrit er í eðli sínu skrá og öll gögn sem þú vistar verða að skrám. Hér verða tekin nokkur dæmi með mismunandi skrám.

Þegar þú smellir með hægri takka músarinnar á cp02m3_1.jpg (1030 bytes) hnappinn, þá getur þú kveikt á Windows Explorer forritinu og farið í könnunarleiðangur um tölvuna þína og skoðað skipulag þitt.

cp02m3_2.jpg (7953 bytes) Hér velur þú "Explore" og opnast þá

 

cp02m3_3.jpg (19399 bytes)

Gulu spjöldin tákna möppur, ef það er + merki framan við möppu þýðir það að bak við hana eru faldar undirmöppur. Ef þú smellir með vinstri takka músarinnar á þennan plús þá opnast hinar möppurnar líka og þú getur séð mun meira.

 

cp02km3_0.jpg (50378 bytes)

Skoðum möppuna "Skak" á drifi E. Hér sjást nokkrar skrár og stýrikerfið sýnir þér táknmynd fyrir hverja skrá , stærð, tegundarskilgreiningu og dagsetningu sem segir hvenær skránni var síðast breytt. Nöfnin sem hér birtast eru ekki alveg fullkomin, því endastefin á þeim eru ekki sýnd.

 

 

cp03m3_1.jpg (23135 bytes)

Þannig liti þetta út í gamla DOS stýrikerfinu, sem reyndar fylgir með öllum nýjum Pc vélum svona til öryggis, því þær styðjast áfram við það að einhverju leiti, þó það sé orðið hressilega úrelt. Takið eftir skránni Fludskak sem heitir hér Fludskak.xls og hefur stærðina 16.384 bæti sem er rúnað af sem 16 k í Windows 95/98 og Nt. umhverfinu. Sérhver skrá hefur eitthvert endastef þó það sé ekki sýnt þannig getur maður einangrað ákveðnar skrár í leitarumhverfi Windows Explorer, sjá nánar um tæki og tól.

 

Nokkur algeng endastef í Pc tölvum.

Eðli skráar Endastef.
Word ritvinnsla .doc
Textaskrá t.d. úr Node pad .txt
Töflureiknisskjal Excel .xls
Vefsíða .htm / .html
Myndefni t.d Microsft paint .bmp
Myndefni t.d. Paint shop pro .psp
Myndefni heppilegt á netið .gif
Myndefni heppilegt á netið .jpg / .jpeg
Skipanaskrá (úr edit eða edlin ) .bat
Keyrsluhæft forrit .com
Keyrsluhæft forrit .exe
Hljóðskrá standard form .wav
Hljóðskrá fyrir MP3 forritið .mp3
Hljóðskrá fyrir Midi sound .mid / .rmi
Vídeó fyrir Windows .avi
Gagnagrunnspakki Ms. Access .mdb
Kynningarefni úr Power point .ppt
Real audio file .ram
Þjappað efni úr Winzip pökkun .zip
Rich text format .rtf
Acrobat reader .pdf

Að sjálfsögðu eru mörg fleiri dæmi til. Ekki er nokkurt vit að reyna að læra utan að  tilgang og eðli þeirra allra. Því með nútímalegum stýrikerfum þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því hvað er hvað, nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þó er hollt að kynna sér þau tilfelli sem snúa að notkun á internetinu, vegna þess að þegar þú vistar vefsíðu þá fæðast margar skrár. T.d. verður hver mynd sérstök skrá.

or_upp.gif (168 bytes)