Umhverfi notenda.          © ágúst  2000 Tómas Rasmus

 

Möppur og skipulag.

Alls staðar í stýrikerfunum sem hér er fjallað um, eru hliðstæðir möguleikar á notkun á möppum ( folders ). Það gildir einnig um þau notendaforrit sem byggð eru miðað við Windows 95/98 og Nt. umhverfin. Helstu aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að hirða um möppur,eru:

Nú skulum við skoða dæmi um hvernig þær virka.

Þú ræsir Windows Explorer ( smella með hægri takka músarinnar á start.jpg (1010 bytes) hnappinn ) og skoðar t.d. C drifið á vélinni þinni.

cp02m6_1.jpg (22416 bytes)

Smelltu með vinstri takkanum á nafnið á c drifinu þannig að það ljómi upp. Veldu síðan File efst í vinstra horninu eins og svarta örin bendir þér á og smelltu aftur með vinstri takkanum.

cp02m6_2.jpg (10660 bytes)

Síðan færir þú músarbendilinn niður á New og til hægri yfir á Folder, smellir þá aftur með vinstri takka músarinnar og þá býðst þér að skíra möppuna einhverju nafni, kallaðu hana "prufur".

cp02m6_3.jpg (1500 bytes) Þú eyðir þessu ljóta nafni "New Folder" og setur inn hið rétta heiti.

Nú ertu búin(n) að skapa nýja möppu, þá er að sækja skrár til að vista í henni. Við skulum nú finna möppu sem heitir "Temp" á C drifinu og smella með vinstri takka músarinnar á hana. Þá sést eitthvað í líkingu við þetta.

cp02m6_4.jpg (13211 bytes)

Alls kyns dót með mismunandi innihaldi og eðli birtist. Blokkaðu nú tvær skrár sem liggja saman og kóperaðu þær yfir í nýju möppuna þína "prufur". Til að blokkera margar skrár í einu þarft þú fyrst að blokkera þá fyrstu sem þú velur og halda svo niðri Shift takkanum og draga músarbendilinn yfir þær sem eiga að fylgja með. Þá sérðu hliðstæðu við næstu mynd.

cp02m6_5.jpg (3284 bytes)Nú sleppir þú Shift takkanum og þá getur þú unnið með allar þessar skrár í einu, eins og þær væru ein heild. Ef þú ýtir á Del takkann  hendir þú þeim í ruslakörfuna. 

Ath. það stendur ekki til að kasta þeim heldur skal flytja þær yfir í möppuna "prufur".

cp02m6_6.jpg (18961 bytes)

Nú skalt þú benda með músinni á þær ( þessar blokkuðu ) og smellir niður vinstri takkanum á músinnni án þess að sleppa honum og mjakar músinni eins og sést með pílunni hér að ofan þangað til þú ert kominn það nálægt "prufu" möppunni að nafn hennar verður ljómað með blárri umgjörð, þá sleppir þú músartakkanum og skrárnar svífa yfir í möppuna "prufur" og eru ekki lengur sjánlegar í möppunni "Temp". Þú hefur sem sagt flutt þær milli staða á harða disknum þínum.

cp02m6_7.jpg (25007 bytes)

Hér sést að skrárnar eru horfnar úr upprunalegu möppunni.


Ef þú vilt taka afrit af þeim þá myndir þú gera eftrifarandi:

cp02m6_8.jpg (13224 bytes) Blokkera skrárnar og líma þær þannig saman smá stund. Smella síðan með hægri takka músarinnar og draga músina niður þá valmynd sem opnast (niður á "Copy"),   samþykkja Copy og staðsetja þig síðan á möppunni "prufur" með því að ljóma hana upp. Þá er að smella aftur með hægri takka músarinnar og sést þá enn stærri valmynd sem sýnir marga spennandi möguleika.

cp02m6_9.jpg (19417 bytes)

Hér veljum við "Paste" sem þýðir eiginlega að mála eða sletta, og skrárnar slettast ofan í möppuna "prufur". Þær eru því til í tveimur útgáfum á harða disknum þínum.

cp02m6_91.jpg (38111 bytes)

Nú skulum við að lokum endurnefna möppuna "prufur" og kalla hana "tilraun" . Þú þarft ekkert annað en að ljóma nafnið hennar og smella með hægri takka músarinnar og velja síðan liðinn "Rename". Síðan skrifar þú hið nýja heiti þegar blái bakgrunnurinn byrjar að blikka, hendir fyrst út gamla nafninu með "back space" takkanum og endar svo nafnagjöfina með því að ýta á "Enter " takkann.

or_upp.gif (168 bytes)