Tæki og tól.                                                        © sept  2000 Tómas Rasmus

Hér verður fjallað um eftirfarandi megin þætti.BS00541A.gif (2165 bytes)

Tæki og tól eru það sem þú sérð ef þú skoðar fyrirbærið "Control panel" í Windows 95 ++.   Með Windows 95 og Windows 98 var markaðssett ný hugmynd um tölvur, sagt var að þær væru "plug and play", á íslensku "styngdu í samband og leiktu þér". Þetta var mjög huggulegt og þyrstir tölvunotendur keyptu vélar í löngum bunum og treystu á þessa hugmyndafræði. Meginatriði þessarar speki var, að ef þú tengir nýtt jaðartæki við tölvuna, mús , prentara eða hvað sem er þá er nóg að setja tölvuna í gang og hún á að skilja hið nýja tæki sem á henni hangir og bæta því á sjálfvirkan hátt við ímynd tölvunnar undir "My computer". Þetta virkaði bara stundum, því miður ekki alltaf og margir vonsviknir tölvunotendur hafa orðið að borga nokkuð aukafé fyrir þær lausnir sem þeir reyndu að setja upp.