Tæki og tól.         © sept.  2000 Tómas Rasmus

Þegar þú kveikir á "My computer" og sækir "Control panel" sjást meðal annars þessar táknmyndir. Bak við hverja mynd eru bæði forrit og gagnaskrár sem hjálpa þér að skilgreina verkun þeirra tækja sem hér um ræðirSmelltu með músinni á þá táknmynd sem þú vilt skoða.

Gleðipinnar

Mótöld

Músin

Netumhverfið

Gagnauppsprettur

Hljóðmerki

Aflnotkun

Prentarar

Skanni o.fl.

Símtengi

 

Gleðipinnar ( joystick ) eru notaðir til þess að líkja eftir ýmis konar stjórntækjum úr hinum þekkta tækniheimi í kringum okkur svo sem stýrisbúnaði á bifreiðum, flugvélum og skipum. Þessar eftrirhermur eru tölvert mikið notaðar í leikjum og einnig í ýmis konar þjálfunarkerfum. Stundum þarf að setja sérstök tengiport í tölvuna til þess að geta nýtt sér slík tæki.

or_upp.gif (168 bytes)

Mótöld  (modems) eru nauðsynleg til þess að hægt sé að ná sambandi við umheiminn. Svokölluð "analog" modem voru til skamms tíma mest notuð  hér á landi en flóran í tengimöguleikum er alltaf að breytast og mjög margir nýta sér ADSL og ISDN tengingar sem eru mun hraðvirkari. Síðan eru margir sem fara með tölvupóstinn sinn og vefsíðuvinnslu í gegnum innra net ( LAN) sem hefur þá svokallaðan beini ( reuter ) sem hleypir notandanum út á veraldarvefinn, þá mörgum í einu.

or_upp.gif (168 bytes)

Mýs  Músin hefur notið mikilla vinsælda með hinum nýjustu gluggakerfum í tölvum. Til eru til margar tölvur og mörg tölvukerfi sem nota sér ekki slíkan búnað. Með því að smella á táknmynd músarinnar getur þú breytt hegðun hennar á ýmsa vegu. T.d. hvernig bendillinn er í laginu, hversu hratt hann hreyfist, hvort hnapparnir séu fyrir rétthenta eða örvhenta o.s.frv.

or_upp.gif (168 bytes)

Netumhverfið  Hér getur þú skilgreint eftirfarandi: 

or_upp.gif (168 bytes)

 

Gagnauppsprettur. Hér eru skilgreindar tengingar við þær gagnauppsprettur sem eru á vélinni þinni, svo sem Office pakkann ofl.

or_upp.gif (168 bytes)

 

Hljóðmerki    Hér getur þú ákveðið hvaða hljóð heyrist þegar þú ert að vinna í Windows umhverfinu. Til dæmis hvaða hljóðskrá er spiluð þegar þú ræsir tölvuna þína eða slekkur á henni o.fl.

or_upp.gif (168 bytes)

Aflnotkun  Hér ákveður þú hvort og hvenær rjúfa eigi strauminn til skjás og tölvu á sjálfvirkan hátt.

or_upp.gif (168 bytes)

Prentarar á þessari mynd getur þú ráðskast með prentarana þína: 

or_upp.gif (168 bytes)

Skanni Hér getum við unnið með skanna og stafræn myndtæki. Skilgreint þau og skoðað.

or_upp.gif (168 bytes)

Símtengi  Sérstakur möguleiki er á notkun tölvunnar sem símtækis ef þú hefur bæði tengdan mikrófón og hátalara. Til þess að slíkt virki þarft þú að skilgreina símaumgjörðina. Þegar því er lokið er hægur vandi að hringja hvert sem er um heiminn gegnum internetið á mun betri kjörum en í venjulegu símkerfi. Hér er umgjörðin fyrir símann skilgreind.

or_upp.gif (168 bytes)