Stuðningsforrit.         © sept.  2000 Tómas Rasmus

Þegar þú kveikir á " My computer" og sækir " Control panel" sjást meðal annars þessar táknmyndir. Bak við hverja mynd eru bæði forrit og gagnaskrár sem hjálpa þér að skilgreina verkun þeirra forrita sem hér um ræðirSmelltu með músinni á þá táknmynd sem þú vilt skoða.

Viðmót tækja

Nýr vélbúnaður

Nýr hugbúnaður

Dagur og tími

Leit

Stilling internets

Margmiðlun.

Viðmót tækja / takkaborð og mús.   Hér stillum við eftirfarandi:

or_upp.gif (168 bytes)

Nýr vélbúnaður Hér opnast sérstakur álfur "wizard" sem leiðir þig í gegnum uppsetningu á nýjum vélbúnaði. Fyrst reynir tölvan sjálf að átta sig á hvort einhverjum nýjum tækjum hafi verið bætt við tölvuna, eða hvort einhverjum gömlum tækjum hafi verið fargað. Flestir almennir notendur sem reyna þetta komast klakklaust í gegnum vandræðin ef þeir eru þokkalega læsir á ensku. Þó lenda ýmsir í vandræðum og þarf þá utanaðkomandi aðstoð til þess að leysa málin.

or_upp.gif (168 bytes)

Nýr hugbúnaður Hér erum við leidd áfram við innlestur á nýjum hugbúnaði, en algengast er þó að nýr hugbúnaður sé keyrður beint með sérstökum forritum frá framleiðanda og oftast er ekki þörf á að kíkja neitt á þennan lið. Það er þó mikilvægt að sérhver notandi komi hér við og setji upp sérstakan ræsidiskling ( Startup disk ) til þess að geta ræst tölvuna þó svo að stýrikerfisskrár á harða disknum séu komnar í einhverja vitleysu.

 

or_upp.gif (168 bytes)

Dagur og tími  Þetta er hnappurinn sem er notaður til þess að stilla inn dagsetningu og tíma á tölvunni.

or_upp.gif (168 bytes)

Leit "Find Fast" er auka búnaður sem fylgir með Office pakkanum og virkar þannig að notandinn getur skilgreint þær möppur sem geyma Ofiice skjöl á þann hátt að þær fái á sig röðunaryfirlit "index" til þess að auðvelda mönnum yfirsýn yfir þau gögn sem þeir eiga.

or_upp.gif (168 bytes)

Stilling internetsins  Þær stillingar sem hér birtast eru eingöngu fyrir Microsoft Internet Explorer og vísast til þess hugbúnaðar með nánari skýringar.

 or_upp.gif (168 bytes)

Margmiðlun  Með þessum hnappi getur þú ráðskast með hljóð og myndsýningar í tölvunni þinni. Flestir þættir sem hér eru sýndir eru einnig fáanlegir þegar viðkomandi forrit eru ræst upp. Kíktu á Start - Programs - Accessories - Entertainment.

or_upp.gif (168 bytes)