Netumhverfið (lan).         © mars 2000 Tómas Rasmus

Helstu ástæður þess að setja upp nettengingu í skólaumhverfi.

Skoðum þetta aðeins á myndrænan hátt.

cp04_net2.jpg (1661 bytes) Samtenging tveggja eða fleiri tölva á innra neti er framkvæmanleg í dag bæði með beinni tengingu ( LAN = local area network ) og einnig með fjartengingu ( remote ), þannig getur þú hugsað þér verkfærin í sama húsi eða nærliggjandi húsum með kapall á milli véla. Einnig getur þú hugsað þér að sum tækin séu í verulegri fjarlægð og tengjast þau þá gegnum símkerfið. Þannig getur þú stjórnað tölvuneti úr fjarska án þess að vera á staðnum ef þú hefur tilefni til ( remote access control ).

Ef þú ert í umhverfi þar sem samvinna er nauðsynleg milli persóna þá er netumhverfið mjög skynsamleg útfærsla. Í síðustu misserum hafa rutt sér til rúms svokölluð hópvinnuumhverfi þar sem tölvunet og til þess gerður hugbúnaður styður eftirfarandi þætti.

Með skynsamlegri nýtingu á þessum kerfum batnar þjónustustig fyrirtækja og stofnana og framlegð starfsmanna eykst verulega. Hver hlutur er aðeins skráður einu sinni og sameiginlegur aðgangur er að hugmyndum og ýmsum grunn gögnum. Skólar og stofnanir setja upp sín eigin þekkingarkerfi þar sem gögnum er raðað á skipulagðan hátt. Sérstakir upplýsingavefir innan fyrirtækja eru gjarnan settir upp sem gefa aðgang að innahús gögnum allt eftir valdsviði notenda, hluti af því dæmi er síðan gefið út á internetinu almenningi til gagns og kynningar.

Með góðu öryggiskerfi getur þú tryggt að verkefni og gögn liggi fyrir til skoðunar hjá þeim sem slíkt megi skoða allt eftir verksviði einstakra manna. Það kostar að vísu skipulagsvinnu sem þegar upp er staðið mun marg borga sig. Nauðsynlegt er að skilgreina til hvers gögn eru notuð, því annars drukknar þú í drasli sem enginn veit hvað má gera við.

Aðföng og notendur.

Allir sem óska eftir gögnum, (gæðum) þurfa það sem kallast aðföng, aðföng geta verið gagnaskrár, geisladrif, harðir diskar, afritunarstöðvar, myndskannar, forrit osfrv. Þær útstöðvar (aðilar) sem óska eftir aðföngum á einhvern hátt kallast biðlarar. Þeir þættir sem þjóna þeim aðföngum og bjóða uppá notkun þeirra kallast miðlarar.

 

or_upp.gif (168 bytes)