Öryggismál á neti.         © mars 2000 Tómas Rasmus

Þegar notandi er skilgreindur á innra neti er settur upp svokallaður "profile". Þessi "profile" gefur til kynna hver notandinn er og hvað tilheyrir hans vinnuumhverfi. Þá er skilgreindur aðgangur hans að ýmsu gögnum og aðföngum.

Þegar þú ert að hugsa um gagnaskrár þá getum við talað tvenns konar réttindi. Við tölum um "lesréttindi" ( þú mátt skoða en engu breyta ) eða "skrifréttindi", þá mátt þú skoða og einnig breyta innihaldi. Þessi réttindi er síðan hægt að yfirfæra á einstök gagnasöfn eða gagnageymslur. Ef þú hefur ekki annað af þessu tvennu, þá getur þú ekki skoðað eða breytt neinu í viðkomandi söfnum.

Notkun stýrikerfis er oft skilgreind þannig til almennra notenda að þeir geta ekki sett sjálfir upp hugbúnað á útstöð nema kerfisstjóri úthluti þeim valdi til slíks tímabundið. Þetta á þó sérstaklega við um þau forrit sem krefjast viðbóta við stýrikerfið á viðkomandi útstöð, sem er mjög algengt með öfluga tölvuleiki. Ekki er æskilegt að takmaka aðgang það mikið að öryggiskerfið hamli eðlilegri notkun á tölvum.

Oft eru sett upp póstkerfi innanhúss, þá eru stundum sumir notendur sem mega lesa póst frá öðrum og stundum er það æskilegt ef um samvinnuverkefni er að ræða. Stundum er póstur sem sendur er í nafni fyrirtækis eða stofnunar opin stjórnendum en öðrum ekki.

(Meira síðar)

or_upp.gif (168 bytes)