Þú og Netscape 4.0         © des. 1999 Tómas Rasmus

Til þess að skilgreina sig sem einstakling í hópi margra notenda býður Netscape 4.0 uppá þann möguleika að byggja svokallaðan "Profile" sem er sér umhverfi fyrir hvern einstakling. Með þessu fást sérstök skil á milli notenda, þannig að hver maður hefur sitt umhverfi í friði fyrir öðrum. Þó svo að margir vinni á sömu vélinni. Þegar búið er að byggja persónulegan "Profile" fyrir þig þá getur þú safnað þínum uppáhaldskrækjum án þess að þær blandist saman við krækjur annarra. Einnig gefur það ágætis möguleika á að hirða um póstinn sinn og senda öðrum póst og safna upp heitustu póstvinunum. Ef þú ert hinsvegar staddur á innra neti í stærra umhverfi en heima hjá þér getur þú treyst því að til er svona hlaupandi umhverfi "roming profile" sem eltir þig uppi á öllum þeim útstöðvum sem þú kærir þig um að vinna á. 

Ath. Þeir sem nota "roming profile"  mega ekki fara þessa leið á útstöð, nema þeir vinni alltaf á sömu útstöð og enginn annar hafi almennan aðgang að þeirri útstöð.

Til að byggja persónulegan "profile" á einkatölvu þá þarf að fara í gegnum eftirfarandi skref og eru þau kynnt miðað við að notandinn sé með netfang sitt hjá Ísmennt. Sjá nánar upplýsingar hjá Skýrr-Ísmennt á slóðinni: http://sos.ismennt.is/

1. Þú smellir á "Start" hnappinn og velur síðan "Programs" þaðan velur þú svo "Netscape Communicator" sjá mynd hér að neðan. Síðan velur þú "Utilities" til hliðar við "Netscape".

 

 

2. Þá opnast enn ein mynd og þú færir músarbendilinn yfir "User Profile Manager".

 

3. Hér veljum við "New" hnappinn og smellum á vinstri músarhnappinn.

 

4. Hér veljum við "Next" hnappinn.

 

5. Síðan fyllum við út í reitina , fyrst með eigin nafni undir "Full Name" síðan með póstfangi umdir póstfangið þarf að vera alveg útfyllt t.d. tommi@ismennt.is í staðinn fyrir þennan klump í"E-mail address".

 

 

7. Þegar við síðan ýtum á "Next" hnappinn kemur næsta mynd. Hér kemur sjálfgefið það heiti sem þú settir í "E-mail address", þ.a.e.s. tommi@ismennt.is ef þú ert þessi tommi. Þú getur breitt því ef þú vilt, en betra að gera það seinna því hér myndast sérstök mappa fyrir gögnin þín með slóðinni sem hér er sýnd sem "default directory"

 

8. Með því að smella á "Next" hnappinn þá kemur mynd fyrir "Mail an discussion Group" Sláðu hér inn Email addressuna þína "tommi@ismennt.is" og í outgoing mail á að vera "mail.ismennt.is" leifðu sjálfgefnum gildum að öðru leiti að halda sér hér og ýtta aftur á "Next" hanppinn.

 

9. Þá kemur að "mail server user name", það verður að vera þitt póstheiti. Láttu sjálfgefin gilda standa einnig á þessari mynd. Athugaðu að merkt sé við undir "Mail Server type" við POP3.   Hér þarft þú að setja í incoming mail testann "mail.ismennt.is". Smelltu því næst á "Next" hnappinn.

 

10. Við "News (NNTP) server" sættir þú þig einnig við sjálfgefin gildi og velur Finish.

 

Þegar þú síðan hefur ýtt á Finish hnappinn þá reynir Netscape Communicatior að opna upphafssíðuna hjá Netscape. Þá kemur næsta vandamál sem er að staðsetja sig á þekktu umhverfi, eins og til dæmis heimasíðu skólans eða bara á heimasíðu Íslenska menntanetsins. Þetta vandamál getur þú leyst með því að fara til baka á "upphafssíðuna."