Að vera heima.    © júní 1999 Tómas Rasmus

Til þess að skilgreina heimaslóð á vefnum þarftu að vera búinn að ákveða hvaða upphafsmynd henti þér best. Sumir byggja sínar eigin persónulegu heimasíðu, en aðrir notast við heimasíður stofnana sem þeim eru kærar. Til að nálgast þetta markmið gætir þú byrjað á að slá inn í svæðið "Netsite:"   eða "location" þá slóð sem hentar. T.d. http://ismennt.is/ og ýttu svo á Enter takkann á takkaborðinu.

Ef þú breytir slóðinni þá breytist jafnframt textinn "Netsite" eða "location": í Go to:

Þegar þú síðan hefur náð í þína heitt elskuðu slóð þá blasir við ný mynd.

 

 

Nú færir þú músarbendilinn upp í vinstra hornið þar sem skipanabrettið er og velur Edit, þá kemur ofangreindur gluggi í ljós. Síðan færir þú bendilinn niður á gráa svæðið og velur Preferences og ýtir á Enter takkann.

 

 

Þá opnast þessi mikla mynd. Hér er einfaldast að nota "Use Current Page" ef þú ert mætt(ur) á hina fyrirheitnu síðu. Þær stillingar sem hér eru sýndar eru mjög hentugar og best að hræra ekki mikið í þeim. Um leið og þú hefur staðfest notkun á "Use Current Page" þá breytist innihaldið í "Location". Síðan staðfestir þú breytinguna endanlega með því að ýta á OK hnappinn með músarbendlinum. Þá hefur þú fengið þitt upphafsútlit skilgreint, þannig að í hvert sinn sem þú opnar Netscape 4. þá birtist sú upphafsmynd sem þú hefur valið. Síðan getur þú vafrað um vefinn og hoppað heim í einu vetfangi með því að ýta á myndina af húsinu á tækjaslánni.

 

Hún lítur svona út. Ef þú smellir á myndina hér þá lendir þú á titilsíðu námskeiðsins.

 

or_upp.gif (168 bytes)