Tækjaslá hnappar. © júní 1999 Tómas Rasmus
Verkfærin sem mest eru notuð í Netscape eru sýnd á tækjaslánni.
Hnapparnir á tækjaslánni.
Þau tæki sem eru mest notuð á siglingu þinni um vefinn eru fyrstu tveir hnapparnir.
..Ef þú smellir á þennan hnapp
þá færist þú aftur á síðast notuðu vefsíðuna, þ.a.e.s á þá vefsíðu sem
þú sást næst á undan þeirri sem þú horfir nú á.
..Ef þú smellir á þennan hnapp
þá virkar hann alveg öfugt við Back. Þ.a.e.s. þú
færist áfram á þá vefsíðu sem þú varst á þegar þú ýttir á Back hnappinn.
..Þessi hnappur er notaður til
þess að endurhlaða vefsíðu á skjánum. Það getur verið hentugt ef þú er að
vinna við vefsíðuhönnun og vilt skoða hvernig breitingar líta út á vefnum. Einnig
hentugt ef grafíkin er eitthvað brengluð hjá þér, eða texti er óskýr.
..Þetta er hnappurinn sem sendir
þig heim á þá síðu sem skilgreind er sem þín upphafssíða. Það þarf ekki
endilega að vera persónuleg heimasíða, algengt er að notast við vefsíður
þjónustufyrirtækja.
..Þessi hnappur er aðeins virkur
rétt á meðan ný síða er að hlaðast upp. Þú getur ýtt á Stop
þá kemur gulur rammi með ofangreindum texta og Netscape sleppir tökum á þeirri
síðu sem er að lenda á skjánum. Þessi aðgerð er sérlega hentug ef þú nennir
ekki að bíða eftir að þung grafík er að hlaðast upp á skjánum hjá þér.
..Þessi hnappur prentar út þá
síðu sem þú sérð á skjánum. Honum fylgja nokkrar stillingar sem þarf að útsetja
út frá skipuninni File efst í vinstra horninu á skjánum.
Um þessar stillingar er fjallað í næsta þætti.
Ofangreindir hnappar eru mest notaðir í siglingum á netinu.