Skipunin "File".    © júní 1999 Tómas Rasmus

Þeir möguleikar sem bjóðast með skipuninni File eru þessir:

"File new"

"Navigator Window": Ef þú velur File new og Navigator Window þá opnast nýr gluggi með þeirri vefsíðu sem þú síðast horfðir á á skjánum. Þ.a.e.s þú opnar nýja skjálotu (session) og getur því í raun verið með margar vefsíður opnar í einu.

"New Message".

Hér opnast þér leið til að fara beint inní pósthlutann í Netscape.

 

Þú einfaldlega velur póstfangið sem þú vilt senda til og byrjar þín hefðbundnu póstsamskipti. Þessi þáttur er betur skilgreindur á aðalsíðu þessa námskeið undir liðnum Póstur til þín

 

"New Blank Page:"

Hér dettur þú beint inní hönnunarham í Netscape, eða Netscape Composer. Hér er sem sagt unnið við vefsíðugerð með tómt vinnublað undir og verkið kallast Untitled þar til annað verður ákveðið.

 

"New Page From Template:"

 Hér opnast aðstoð frá heimasíðu Netscape fyrirtækisins ef þú velur Netscape templates. Þú getur tekið niður á þína vél fyrirmyndir sem þú mátt breita og gera að þínum ( download templates).

 

"New Page From Wizard":

Með þessum lið getur þú fengið til liðs við þig sérstakan töfrasprota (wizard) frá Netscape. Sem leiðir þig áfram við uppsetningu á vefsíðu.

or_upp.gif (168 bytes)

 

"File Open Page":

Hér opnast þér leið til skoða skrá í (Navigator) vefskoðunarforritinu. Það sem þarf að gera er að velja "Choose File" hnappinn og þá leitar forritið í sjálfgefnum möppum. Ef þú hins vegar hakar við hönnunarhlutann (Composer) þá getur þú opnað skrá eða vefsíðu í hönnunarham.

or_upp.gif (168 bytes)

 

"File Save as":

Hér opnast þér leið til að vista vefsíðu í heilu lagi á tölvunni þinni, annað hvort á diskling eða á harða diskinum. Þú einfaldlega velur þér slóð í svæðið "save in" og gefur vefsíðunni nafn í svæðinu "File name:". Síðan setur þú músarbendilinn á "Save" hnappinn.

or_upp.gif (168 bytes)

 

"File Send Page":

Nú getur þú sent vefsíðu í heilu lagi á eitthvert póstfang sem þú þekkir. Vefsíðan er send sem trúss eða (attachment) stundum nefnt viðhengi. Þú velur póstfangið og skráir það í svæðið "To", setur eitthvað gáfulegra en "rasmus" í svæðið "Subject" og fyllir síðan út einhvern texta til skýringar..

or_upp.gif (168 bytes)