Skipunin Edit.         © júní 1999 Tómas Rasmus

 

Skipunin "Edit" er ein af grunnskipununum í Netscape 4++. Þessi skipun gefur möguleika á að taka efni af vefnum og virkar þá líkt og þegar maður smellir með hægri takka músarinnar. Ef þú velur þér efni á vefnum út úr einhverri vefsíðu þá vikar "Copy" hlutinn og þú getur tekið gögn á klippispjaldið og penslað "paste" það ofaní eitthvert annað skjal. Ýmsir fleiri kostir fylgja "edit" skipuninni. Þú getur smakkað einstaka liði sem tilheyra "Edit" með því að smella á heiti þeirra hér fyrir ofan.

 


Cut/Copy/Paste:

Cut/Copy/Paste: Þessar skipanir eru einkum notaðar ef þú ert í hönnunarham. Til að skipunin afrita "Copy" verði virk þá þarf fyrst að velja sér efni af einhverri vefsíðu, t.d. með "Select All" skipuninni eða með því að draga með músinni upp eitthvert svæði (heldur vinstri takkanum niðri og dregur með upp ákveðið svæði).

.

Select All:

"Select All" skipunin opnar allan texta til afritunar frá viðkomandi vefsíðu.

 

Find in Page:

Með þessari skipun færð þú tækifæri á að leita að einhverri speki. Þú þarft að slá inn einhvern frasa í svæðið "Find what:" og hakar síðan við upp eða niður hakið.

 

 

Á þessari mynd hefur verði beðið um að fynna orðið "Námskeið" ef það er til á viðkomandi vefsíðu þá kemur það fram á dekktu svæði.

Search Internet:

Hér opnast leitarvélar á vefnum "Netscape Netcenter". Sjá nánar umfjöllun um leitarvefi.

Search Directory:

Hér opnar Netscape fyrir ákveðnar slóðir sem geyma leitarvélar sem eru sérhæfðar á ýmsum sviðum. T.d. leit að nöfnum og heimilisföngum í ákveðnum heimshlutum.

 

Preferences:

Á þessum stað eru allar viðkvæmustu stýringarnar í Netscape. Hér er tekið dæmi um litina í "Appearance". Flest vefskoðunarforrit hafa þann sið að breyta um liti á þeim texta sem tengdur er krækjum (links). Hér er sýnt að ef þú hefur heimsótt krækju (link) þá verður liturinn á viðkomandi krækju fjólublár, annars verður liturinn dimmblár. Þessu er hægt að breyta ef þú sérð ástæðu til þess. Eitt af þessum dæmum um notkun á "Preferences" gildum var sýnt í textanum "Að vera (heima) á vefnum".