Skipunin View.         © júní 1999 Tómas Rasmus

 

Efst á blaði eru hér möguleikar á að ráðskast með tækjastikur sem þú getur falið til  þess að auka pláss fyrir þá vefsíðu sem er til skoðunar á hverjum tíma. Með skipuninni "View" getur þú einnig ráðskast með leturstærðir, skipt um stafróf, spáð í kínversku, japönsku eða hið vestræna letur þ.a.e.s. valið úr stöðlum undir liðnum "Encoding". Jafnframt getur þú rannsakað hvernig vefsíður eru unnar og kafað í grunnkóðann sem er bakvið þær með liðunum "Page Source" og "Page Info". Hér getur þú einnig hlaðið inn síðum að nýju með "reload" ef þær skildu vera í einhverjum breytingarham.

or_upp.gif (168 bytes)